Þjóðaratkvæði um lýðskrum 1. apríl 2016 09:00 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna. Þar hefur stjórnarandstaðan talað einu máli. En um hvað snýst málið? Viðræðurnar og fyrirvararnirAðildarumsóknin 2009 var með fyrirvörum um landbúnað og sjávarútveg. Samninganefndir Íslands og ESB ræddu hvernig Ísland mundi aðlaga sig að regluverki ESB, þangað til kom að þessum fyrirvörum. Þá stöðvuðust viðræðurnar, því ESB veitir ekki undanþágur af því tagi sem fyrirvararnir áskildu. Og íslenska nefndin hafði ekki umboð til að víkja frá þeim. Svo um hvað ætti að kjósa? ESB ræðir ekki fyrirvarana. Alþingi gæti að vísu fellt þá niður en það væri þá ígildi nýrrar umsóknar og fæli í sér eindreginn aðildarvilja. Afstaða ríkisstjórnarinnar er skýr, sem og afstaða Samfylkingarinnar. En hvað segja VG? Og hvað segja Píratar? VG segjast vera á móti aðild. Flestir þingmenn flokksins studdu samt umsóknina 2009, svo það er greinilega óljóst hver stefnan er, ef þau þá hafa stefnu. Vilja þingmenn VG hætta við fyrirvarana? Krafa VG um þjóðaratkvæði hlýtur að þýða það, ef hún þá þýðir eitthvað. Hvernig líst andstæðingum ESB-aðildar á það? Á heimasíðu Pírata stendur að það sé „ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild“. Afstaða Pírata virðist aðallega snúast um málsmeðferðina, að lofa „upplýstri“ ákvörðun og „hlutlausum“ upplýsingum. Jæja, en vilja þeir aðild eða ekki? Flokkur sem stefnir í að ryðja til sín þingsætunum þarf að svara því - því hvert er hlutverk stjórnmálaflokka ef ekki þetta? Það er óábyrgt að kjósa flokk sem veit ekki hvað hann vill í einu helsta hagsmunamáli landsins.„Viðræðusinni“Tvær skoðanir á málinu eru rökréttar: með og móti. Það er ekki rökrétt að vilja samningaviðræður nema maður vilji aðild. Því er ótrúlegt að stór hluti landsmanna sé hvorki með né á móti, heldur segist „bara vilja viðræður“ eða „kíkja í pakkann“. Það er auðvelt að kíkja í þá 28 pakka sem þegar eru til. Þar er ekki fagurt um að litast. En ef fólk getur ekki dregið ályktanir af því, þá dugar ekki annað en aðild, og að fylgjast svo með þróuninni næstu 20-30 ár, eða þangað til ekki verður aftur snúið, því við verðum gróin föst. Þessi stórskrítna viðræðuhyggja er komin frá stjórnmálamönnum sem hafa komið sér í þá stöðu að geta stigið í hvorugan fótinn: hvorki stutt aðild beint, því það mundi afhjúpa þá sem blábera hræsnara, né barist gegn henni því þá yrði þeim sparkað úr hjónarúminu. Velja frekar orðalepp sem lætur vel í eyrum en þýðir ekkert - kannski elsta bragð stjórnmálanna. Í lýðræðislegum stjórnmálum þarf að tala skýrt. Loðin loforð eru lýðskrum og tækifærisstefna felustaður svika og blekkinga. Hlutverk stjórnmálafólks og -flokka er ekki að láta eins og efnisatriði ESB-umræðunnar komi sér ekki við, heldur að mynda sér ígrundaða skoðun og berjast síðan fyrir henni. Fullveldissinnar eiga nokkra valkosti í kosningum 2017. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir, girnilegir fyrir þá sem vilja nota fullveldið til spillingar og klíkuveldis forréttindahópa. Hins vegar er það Alþýðufylkingin, ef fólk vill frekar nota fullveldið til vinna að jöfnuði, félagsvæðingu og félagslegu réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna. Þar hefur stjórnarandstaðan talað einu máli. En um hvað snýst málið? Viðræðurnar og fyrirvararnirAðildarumsóknin 2009 var með fyrirvörum um landbúnað og sjávarútveg. Samninganefndir Íslands og ESB ræddu hvernig Ísland mundi aðlaga sig að regluverki ESB, þangað til kom að þessum fyrirvörum. Þá stöðvuðust viðræðurnar, því ESB veitir ekki undanþágur af því tagi sem fyrirvararnir áskildu. Og íslenska nefndin hafði ekki umboð til að víkja frá þeim. Svo um hvað ætti að kjósa? ESB ræðir ekki fyrirvarana. Alþingi gæti að vísu fellt þá niður en það væri þá ígildi nýrrar umsóknar og fæli í sér eindreginn aðildarvilja. Afstaða ríkisstjórnarinnar er skýr, sem og afstaða Samfylkingarinnar. En hvað segja VG? Og hvað segja Píratar? VG segjast vera á móti aðild. Flestir þingmenn flokksins studdu samt umsóknina 2009, svo það er greinilega óljóst hver stefnan er, ef þau þá hafa stefnu. Vilja þingmenn VG hætta við fyrirvarana? Krafa VG um þjóðaratkvæði hlýtur að þýða það, ef hún þá þýðir eitthvað. Hvernig líst andstæðingum ESB-aðildar á það? Á heimasíðu Pírata stendur að það sé „ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild“. Afstaða Pírata virðist aðallega snúast um málsmeðferðina, að lofa „upplýstri“ ákvörðun og „hlutlausum“ upplýsingum. Jæja, en vilja þeir aðild eða ekki? Flokkur sem stefnir í að ryðja til sín þingsætunum þarf að svara því - því hvert er hlutverk stjórnmálaflokka ef ekki þetta? Það er óábyrgt að kjósa flokk sem veit ekki hvað hann vill í einu helsta hagsmunamáli landsins.„Viðræðusinni“Tvær skoðanir á málinu eru rökréttar: með og móti. Það er ekki rökrétt að vilja samningaviðræður nema maður vilji aðild. Því er ótrúlegt að stór hluti landsmanna sé hvorki með né á móti, heldur segist „bara vilja viðræður“ eða „kíkja í pakkann“. Það er auðvelt að kíkja í þá 28 pakka sem þegar eru til. Þar er ekki fagurt um að litast. En ef fólk getur ekki dregið ályktanir af því, þá dugar ekki annað en aðild, og að fylgjast svo með þróuninni næstu 20-30 ár, eða þangað til ekki verður aftur snúið, því við verðum gróin föst. Þessi stórskrítna viðræðuhyggja er komin frá stjórnmálamönnum sem hafa komið sér í þá stöðu að geta stigið í hvorugan fótinn: hvorki stutt aðild beint, því það mundi afhjúpa þá sem blábera hræsnara, né barist gegn henni því þá yrði þeim sparkað úr hjónarúminu. Velja frekar orðalepp sem lætur vel í eyrum en þýðir ekkert - kannski elsta bragð stjórnmálanna. Í lýðræðislegum stjórnmálum þarf að tala skýrt. Loðin loforð eru lýðskrum og tækifærisstefna felustaður svika og blekkinga. Hlutverk stjórnmálafólks og -flokka er ekki að láta eins og efnisatriði ESB-umræðunnar komi sér ekki við, heldur að mynda sér ígrundaða skoðun og berjast síðan fyrir henni. Fullveldissinnar eiga nokkra valkosti í kosningum 2017. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir, girnilegir fyrir þá sem vilja nota fullveldið til spillingar og klíkuveldis forréttindahópa. Hins vegar er það Alþýðufylkingin, ef fólk vill frekar nota fullveldið til vinna að jöfnuði, félagsvæðingu og félagslegu réttlæti.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun