Þjóðaratkvæði um lýðskrum 1. apríl 2016 09:00 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna. Þar hefur stjórnarandstaðan talað einu máli. En um hvað snýst málið? Viðræðurnar og fyrirvararnirAðildarumsóknin 2009 var með fyrirvörum um landbúnað og sjávarútveg. Samninganefndir Íslands og ESB ræddu hvernig Ísland mundi aðlaga sig að regluverki ESB, þangað til kom að þessum fyrirvörum. Þá stöðvuðust viðræðurnar, því ESB veitir ekki undanþágur af því tagi sem fyrirvararnir áskildu. Og íslenska nefndin hafði ekki umboð til að víkja frá þeim. Svo um hvað ætti að kjósa? ESB ræðir ekki fyrirvarana. Alþingi gæti að vísu fellt þá niður en það væri þá ígildi nýrrar umsóknar og fæli í sér eindreginn aðildarvilja. Afstaða ríkisstjórnarinnar er skýr, sem og afstaða Samfylkingarinnar. En hvað segja VG? Og hvað segja Píratar? VG segjast vera á móti aðild. Flestir þingmenn flokksins studdu samt umsóknina 2009, svo það er greinilega óljóst hver stefnan er, ef þau þá hafa stefnu. Vilja þingmenn VG hætta við fyrirvarana? Krafa VG um þjóðaratkvæði hlýtur að þýða það, ef hún þá þýðir eitthvað. Hvernig líst andstæðingum ESB-aðildar á það? Á heimasíðu Pírata stendur að það sé „ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild“. Afstaða Pírata virðist aðallega snúast um málsmeðferðina, að lofa „upplýstri“ ákvörðun og „hlutlausum“ upplýsingum. Jæja, en vilja þeir aðild eða ekki? Flokkur sem stefnir í að ryðja til sín þingsætunum þarf að svara því - því hvert er hlutverk stjórnmálaflokka ef ekki þetta? Það er óábyrgt að kjósa flokk sem veit ekki hvað hann vill í einu helsta hagsmunamáli landsins.„Viðræðusinni“Tvær skoðanir á málinu eru rökréttar: með og móti. Það er ekki rökrétt að vilja samningaviðræður nema maður vilji aðild. Því er ótrúlegt að stór hluti landsmanna sé hvorki með né á móti, heldur segist „bara vilja viðræður“ eða „kíkja í pakkann“. Það er auðvelt að kíkja í þá 28 pakka sem þegar eru til. Þar er ekki fagurt um að litast. En ef fólk getur ekki dregið ályktanir af því, þá dugar ekki annað en aðild, og að fylgjast svo með þróuninni næstu 20-30 ár, eða þangað til ekki verður aftur snúið, því við verðum gróin föst. Þessi stórskrítna viðræðuhyggja er komin frá stjórnmálamönnum sem hafa komið sér í þá stöðu að geta stigið í hvorugan fótinn: hvorki stutt aðild beint, því það mundi afhjúpa þá sem blábera hræsnara, né barist gegn henni því þá yrði þeim sparkað úr hjónarúminu. Velja frekar orðalepp sem lætur vel í eyrum en þýðir ekkert - kannski elsta bragð stjórnmálanna. Í lýðræðislegum stjórnmálum þarf að tala skýrt. Loðin loforð eru lýðskrum og tækifærisstefna felustaður svika og blekkinga. Hlutverk stjórnmálafólks og -flokka er ekki að láta eins og efnisatriði ESB-umræðunnar komi sér ekki við, heldur að mynda sér ígrundaða skoðun og berjast síðan fyrir henni. Fullveldissinnar eiga nokkra valkosti í kosningum 2017. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir, girnilegir fyrir þá sem vilja nota fullveldið til spillingar og klíkuveldis forréttindahópa. Hins vegar er það Alþýðufylkingin, ef fólk vill frekar nota fullveldið til vinna að jöfnuði, félagsvæðingu og félagslegu réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna. Þar hefur stjórnarandstaðan talað einu máli. En um hvað snýst málið? Viðræðurnar og fyrirvararnirAðildarumsóknin 2009 var með fyrirvörum um landbúnað og sjávarútveg. Samninganefndir Íslands og ESB ræddu hvernig Ísland mundi aðlaga sig að regluverki ESB, þangað til kom að þessum fyrirvörum. Þá stöðvuðust viðræðurnar, því ESB veitir ekki undanþágur af því tagi sem fyrirvararnir áskildu. Og íslenska nefndin hafði ekki umboð til að víkja frá þeim. Svo um hvað ætti að kjósa? ESB ræðir ekki fyrirvarana. Alþingi gæti að vísu fellt þá niður en það væri þá ígildi nýrrar umsóknar og fæli í sér eindreginn aðildarvilja. Afstaða ríkisstjórnarinnar er skýr, sem og afstaða Samfylkingarinnar. En hvað segja VG? Og hvað segja Píratar? VG segjast vera á móti aðild. Flestir þingmenn flokksins studdu samt umsóknina 2009, svo það er greinilega óljóst hver stefnan er, ef þau þá hafa stefnu. Vilja þingmenn VG hætta við fyrirvarana? Krafa VG um þjóðaratkvæði hlýtur að þýða það, ef hún þá þýðir eitthvað. Hvernig líst andstæðingum ESB-aðildar á það? Á heimasíðu Pírata stendur að það sé „ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild“. Afstaða Pírata virðist aðallega snúast um málsmeðferðina, að lofa „upplýstri“ ákvörðun og „hlutlausum“ upplýsingum. Jæja, en vilja þeir aðild eða ekki? Flokkur sem stefnir í að ryðja til sín þingsætunum þarf að svara því - því hvert er hlutverk stjórnmálaflokka ef ekki þetta? Það er óábyrgt að kjósa flokk sem veit ekki hvað hann vill í einu helsta hagsmunamáli landsins.„Viðræðusinni“Tvær skoðanir á málinu eru rökréttar: með og móti. Það er ekki rökrétt að vilja samningaviðræður nema maður vilji aðild. Því er ótrúlegt að stór hluti landsmanna sé hvorki með né á móti, heldur segist „bara vilja viðræður“ eða „kíkja í pakkann“. Það er auðvelt að kíkja í þá 28 pakka sem þegar eru til. Þar er ekki fagurt um að litast. En ef fólk getur ekki dregið ályktanir af því, þá dugar ekki annað en aðild, og að fylgjast svo með þróuninni næstu 20-30 ár, eða þangað til ekki verður aftur snúið, því við verðum gróin föst. Þessi stórskrítna viðræðuhyggja er komin frá stjórnmálamönnum sem hafa komið sér í þá stöðu að geta stigið í hvorugan fótinn: hvorki stutt aðild beint, því það mundi afhjúpa þá sem blábera hræsnara, né barist gegn henni því þá yrði þeim sparkað úr hjónarúminu. Velja frekar orðalepp sem lætur vel í eyrum en þýðir ekkert - kannski elsta bragð stjórnmálanna. Í lýðræðislegum stjórnmálum þarf að tala skýrt. Loðin loforð eru lýðskrum og tækifærisstefna felustaður svika og blekkinga. Hlutverk stjórnmálafólks og -flokka er ekki að láta eins og efnisatriði ESB-umræðunnar komi sér ekki við, heldur að mynda sér ígrundaða skoðun og berjast síðan fyrir henni. Fullveldissinnar eiga nokkra valkosti í kosningum 2017. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir, girnilegir fyrir þá sem vilja nota fullveldið til spillingar og klíkuveldis forréttindahópa. Hins vegar er það Alþýðufylkingin, ef fólk vill frekar nota fullveldið til vinna að jöfnuði, félagsvæðingu og félagslegu réttlæti.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun