Snúa aftur eftir ár í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2016 15:45 Scott Kelly og Mikhail Kornienko. Mynd/NASA Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko munu koma til jarðarinnar í nótt eftir að hafa varið tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni. Scott Kelly hefur sjálfur líkt tímanum í geimnum við það að hafa verið í útilegu, án rennandi vatns í eitt ár. Í heildina munu þeir Kelly og Kornienko hafa verið 340 daga út í geimnum, en tilefni lengd ferðar þeirra er að rannsaka áhrif slíkrar langvarandi veru í geimnum á líkamann. Rannsóknin er hluti af því verkefni að senda mannaða geimflaug til Mars. Það ferðalag myndi taka um 30 mánuði.Scott Kelly er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera svo lengi í geimnum en á árunum 1987 til 1995 voru fjórir Rússar lengur en eitt ár á braut um jörðu. Venjan er að geimfarar séu í um hálft ár um borð í geimstöðinni. En lengri vera en það hefur slæm áhrif á líkama geimfara. Sjón hefur versnað hjá þriðjungi bandarískra geimfara. Þegar geimfarar eru lengi í geimnum breytir augað lítillega um lögun. Talið er líklegt að það gerist vegna breytinga á vökvadreifingu líkamans í þyngdarleysi. Bein rýrna, hjörtu missa styrk, jafnvægisskyn breytist og margt fleira. Auk líkamlegra breytinga vilja Bandaríkjamenn og Rússar kanna hvaða sálfræðilegu áhrif ársvera í geimnum hefur á geimfara.Sjálfur hefur Kelly sagt að sjón sín hafi breyst út í geimi, en annars sé bæði líkami hans og hugur í góðu ástandi. Hann gæti jafnvel verið eitt ár í viðbót um borð í geimstöðinni. Hins vegar hafi viðskilnaður hans og fjölskyldu hans verið erfiður. Þá segir hann að síðast þegar hann hafi verið um borð í geimstöðinni, í tæpt hálft ár, þá hafi hann verið mun spenntari fyrir því að komast aftur til jarðarinnar. Sérstaklega þar sem mágkona hans, þingkonan Gabrielle Giffords, hafði verið skotin ásamt átján öðrum tveimur mánuðum áður. Hér má sjá Scott Kelly ræða um geimferðina löngu.Geimfararnir um borð í geimstöðinni eru iðulega mjög virkir á samfélagsmiðlum og birta fjölmargar myndir úr geimnum. Scott Kelly hefur verið verulega duglegur við það en Mikhail Kornienko má ekki finna á Twitter eða Instagram, né VK sem er rússneskur samfélagsmiðill. NASA hefur tekið flottustu myndir Kelly saman, en hægt er að sjá þær hér. Hér að neðan má sjá Twittersíðu hans og tíst frá Barack Obama.Hey @StationCDRKelly, loving the photos. Do you ever look out the window and just freak out?— President Obama (@POTUS) August 1, 2015 Tweets by @StationCDRKelly Í viðtali við CNN sagði Kelly að hann hefði séð sumt af því fallegasta sem jörðin bjóði upp á. Hann hefði séð norðurljós úr geimnum, gríðarstóra fellibyli og margt fleira. Þá sagðist hann einnig hafa orðið meðvitaðri um mengun á jörðinni. Á sumum stöðum væri alltaf mengun og að veðurofsinn hefði versnað. Hann segist sannfærður um að breytingarnar séu af mannavöldum. Eftir lendinguna í nótt verður farið með þá Kelly og Kornienko á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að þeim og þeir rannsakaðir. Kelly segist þó hlakka mest til þess að stinga sér í sundlaugina sína. Þetta er fjórða geimferð hans og jafnframt sú lengsta, en Kelly dregur í efa að hann muni fara aftur út í geim. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum sem hefur verið komið fyrir utaná geimstöðinni. Upplýsingar um staðsetningu geimstöðvarinnar má sjá hér. Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Eldingar úr geimnum - Myndband Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma. 9. febrúar 2016 10:30 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Geimfarar leika sér með vatn í þyngdarleysi - Myndbönd Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birtir oft á tíðum skemmtileg og flott myndbönd af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 13. október 2015 23:04 Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á „Ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“ 28. október 2015 10:34 Ætla að koma annarri geimstöð á braut um jörðu Kínverjar undirbúa byggingu stórrar geimstöðvar. 28. febrúar 2016 23:11 Norðurljós séð úr geimnum - Myndband Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. 16. ágúst 2015 20:38 Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi Fyrirtækinu SpaceX tókst að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni lóðrétt aftur. 13. janúar 2016 16:36 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko munu koma til jarðarinnar í nótt eftir að hafa varið tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni. Scott Kelly hefur sjálfur líkt tímanum í geimnum við það að hafa verið í útilegu, án rennandi vatns í eitt ár. Í heildina munu þeir Kelly og Kornienko hafa verið 340 daga út í geimnum, en tilefni lengd ferðar þeirra er að rannsaka áhrif slíkrar langvarandi veru í geimnum á líkamann. Rannsóknin er hluti af því verkefni að senda mannaða geimflaug til Mars. Það ferðalag myndi taka um 30 mánuði.Scott Kelly er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera svo lengi í geimnum en á árunum 1987 til 1995 voru fjórir Rússar lengur en eitt ár á braut um jörðu. Venjan er að geimfarar séu í um hálft ár um borð í geimstöðinni. En lengri vera en það hefur slæm áhrif á líkama geimfara. Sjón hefur versnað hjá þriðjungi bandarískra geimfara. Þegar geimfarar eru lengi í geimnum breytir augað lítillega um lögun. Talið er líklegt að það gerist vegna breytinga á vökvadreifingu líkamans í þyngdarleysi. Bein rýrna, hjörtu missa styrk, jafnvægisskyn breytist og margt fleira. Auk líkamlegra breytinga vilja Bandaríkjamenn og Rússar kanna hvaða sálfræðilegu áhrif ársvera í geimnum hefur á geimfara.Sjálfur hefur Kelly sagt að sjón sín hafi breyst út í geimi, en annars sé bæði líkami hans og hugur í góðu ástandi. Hann gæti jafnvel verið eitt ár í viðbót um borð í geimstöðinni. Hins vegar hafi viðskilnaður hans og fjölskyldu hans verið erfiður. Þá segir hann að síðast þegar hann hafi verið um borð í geimstöðinni, í tæpt hálft ár, þá hafi hann verið mun spenntari fyrir því að komast aftur til jarðarinnar. Sérstaklega þar sem mágkona hans, þingkonan Gabrielle Giffords, hafði verið skotin ásamt átján öðrum tveimur mánuðum áður. Hér má sjá Scott Kelly ræða um geimferðina löngu.Geimfararnir um borð í geimstöðinni eru iðulega mjög virkir á samfélagsmiðlum og birta fjölmargar myndir úr geimnum. Scott Kelly hefur verið verulega duglegur við það en Mikhail Kornienko má ekki finna á Twitter eða Instagram, né VK sem er rússneskur samfélagsmiðill. NASA hefur tekið flottustu myndir Kelly saman, en hægt er að sjá þær hér. Hér að neðan má sjá Twittersíðu hans og tíst frá Barack Obama.Hey @StationCDRKelly, loving the photos. Do you ever look out the window and just freak out?— President Obama (@POTUS) August 1, 2015 Tweets by @StationCDRKelly Í viðtali við CNN sagði Kelly að hann hefði séð sumt af því fallegasta sem jörðin bjóði upp á. Hann hefði séð norðurljós úr geimnum, gríðarstóra fellibyli og margt fleira. Þá sagðist hann einnig hafa orðið meðvitaðri um mengun á jörðinni. Á sumum stöðum væri alltaf mengun og að veðurofsinn hefði versnað. Hann segist sannfærður um að breytingarnar séu af mannavöldum. Eftir lendinguna í nótt verður farið með þá Kelly og Kornienko á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að þeim og þeir rannsakaðir. Kelly segist þó hlakka mest til þess að stinga sér í sundlaugina sína. Þetta er fjórða geimferð hans og jafnframt sú lengsta, en Kelly dregur í efa að hann muni fara aftur út í geim. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá myndavélum sem hefur verið komið fyrir utaná geimstöðinni. Upplýsingar um staðsetningu geimstöðvarinnar má sjá hér.
Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Eldingar úr geimnum - Myndband Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma. 9. febrúar 2016 10:30 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Geimfarar leika sér með vatn í þyngdarleysi - Myndbönd Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birtir oft á tíðum skemmtileg og flott myndbönd af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 13. október 2015 23:04 Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á „Ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“ 28. október 2015 10:34 Ætla að koma annarri geimstöð á braut um jörðu Kínverjar undirbúa byggingu stórrar geimstöðvar. 28. febrúar 2016 23:11 Norðurljós séð úr geimnum - Myndband Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. 16. ágúst 2015 20:38 Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi Fyrirtækinu SpaceX tókst að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni lóðrétt aftur. 13. janúar 2016 16:36 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38
Eldingar úr geimnum - Myndband Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma. 9. febrúar 2016 10:30
Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00
Geimfarar leika sér með vatn í þyngdarleysi - Myndbönd Geimvísindastofnun Bandaríkjanna birtir oft á tíðum skemmtileg og flott myndbönd af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 13. október 2015 23:04
Lögin sem geimfarinn Scott Kelly hlustar á „Ná lauslega að fanga þessa veru mína í geimnum yfir heilt ár.“ 28. október 2015 10:34
Ætla að koma annarri geimstöð á braut um jörðu Kínverjar undirbúa byggingu stórrar geimstöðvar. 28. febrúar 2016 23:11
Norðurljós séð úr geimnum - Myndband Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. 16. ágúst 2015 20:38
Rifja upp lendingu eldflaugar með frábæru myndbandi Fyrirtækinu SpaceX tókst að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni lóðrétt aftur. 13. janúar 2016 16:36
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent