Innlent

Refur reis upp frá dauðum í rútu á leið til Reykjavíkur

Mynd/ GVA.
Hópferðabílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu upp úr klukkan fjögur í nótt, þar sem hann væri með lifandi ref í lestinni, eða farangursrýminu, og vissi ekki til hvaða ráða skyldi grípa.

Forsagan er sú, eð hann ók á refinn í Kömbunum, á leið sinni til Reykjavíkur, en taldi hann dauðann og setti hann í poka, sem hann setti í lestina.

En þegar komið var á áfangastað í Reykjavík, reyndist rebbi sprell lifandi, líkt og hann væri gengin aftur, og kominn úr pokanum. Ekki segir í skeyti lögreglu hvernig hún brást við eða hvað varð um refinn, sem líklegast hefur verið aflífaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.