Íslendingar vilja fríverslunarsamning við Japan Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2016 10:21 Össur segir að allir vilji samninga við Japan og er lag fyrir Íslendinga. Össur Skarphéðinsson fagnar nú því að þingið hafi í gær samþykkt þingsályktunartillögu hans um fríverslunarsamning við Japan. Í nefndaráliti utanríkismálanefndar, sem samþykkti tillöguna óbreytta, segir að Japan sé mikilvægur markaður fyrir íslenskar afurðir, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Íslendingar flytja inn margvíslegar vörur frá Japan. „Fríverslunarsamningur milli landanna mundi því bæta lífskjör þjóðanna beggja með lægra vöruverði og aukinni framleiðslu og veltu í viðskiptum.“Japan hefur verið að opnast Japanir hafa síðasta áratug verið að opna á viðskipti við útlönd með fríverslunarsamningum sem er breyting frá því sem verið hefur. En, þessi er stefna núverandi stjórnvalda og er þá sérstaklega vísað til þjóða sem hafa yfir miklum auðlindum að ráða. „Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld hafi lengi falast eftir fríverslunarviðræðum við Japan án árangurs. Einnig hefur verið unnið að slíkum samningum á vettvangi EFTA, en niðurstaða þeirra umleitana var gerð tvíhliða samnings milli Japans og Sviss. Nefndin tekur undir þau rök að breyttar aðstæður feli í sér tækifæri fyrir Ísland sem beri að láta á reyna af fullum þunga. 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna á þessu ári er gott tilefni og hvatning til að hefja viðræður við fyrsta tækifæri.“Allir vilja samninga við Japan Vísir náði sambandi við Össur, en hann var þá staddur í lest erlendis með síma sem var við að verða batteríslaus. Össur var kampakátur. „Þetta eru miklir hagsmunir fyrir neytendur og útflytjendur á Íslandi. Viðskipti við Japan eru mikil og vaxandi. Sérstakt tækifæri er núna því Japam hefur verið lokað land þangað til i tíð núverandi stjórnar Shinzo Abe, sem ætlar að stórefla fríverslun.“ Össur segir þetta henta Íslandi sérstaklega vel. „Japanir vilja setja i forgang lönd sem framleiða heilnæm matvæli og búa yfir sterkum auðlindum. Á þessu ari er 60 ára afmæli stjórnmalasambands og ríki nota slík tímamót gjarnan til að gera mikilvæga samninga. Nú er því sérstakt tækifæri og brýnt að stjórnvöld fari strax í að framkvæma samþykkt Alþingis. Öll lönd heims vilja gera samning við Japani og við getum lent í langri biðröð ef við förum ekki strax í málið.“ Össur segir eindrægni Alþingis í málinu mikilvæg fyrir framgang þess og setur það sérstakan þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Sem hafa tregðast við að semja við Íslendinga um fríverslun til þessa. Þeir hafa borið við smæð Íslands en það eru rök sem Ísland á aldrei að taka gild.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fagnar nú því að þingið hafi í gær samþykkt þingsályktunartillögu hans um fríverslunarsamning við Japan. Í nefndaráliti utanríkismálanefndar, sem samþykkti tillöguna óbreytta, segir að Japan sé mikilvægur markaður fyrir íslenskar afurðir, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Íslendingar flytja inn margvíslegar vörur frá Japan. „Fríverslunarsamningur milli landanna mundi því bæta lífskjör þjóðanna beggja með lægra vöruverði og aukinni framleiðslu og veltu í viðskiptum.“Japan hefur verið að opnast Japanir hafa síðasta áratug verið að opna á viðskipti við útlönd með fríverslunarsamningum sem er breyting frá því sem verið hefur. En, þessi er stefna núverandi stjórnvalda og er þá sérstaklega vísað til þjóða sem hafa yfir miklum auðlindum að ráða. „Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld hafi lengi falast eftir fríverslunarviðræðum við Japan án árangurs. Einnig hefur verið unnið að slíkum samningum á vettvangi EFTA, en niðurstaða þeirra umleitana var gerð tvíhliða samnings milli Japans og Sviss. Nefndin tekur undir þau rök að breyttar aðstæður feli í sér tækifæri fyrir Ísland sem beri að láta á reyna af fullum þunga. 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna á þessu ári er gott tilefni og hvatning til að hefja viðræður við fyrsta tækifæri.“Allir vilja samninga við Japan Vísir náði sambandi við Össur, en hann var þá staddur í lest erlendis með síma sem var við að verða batteríslaus. Össur var kampakátur. „Þetta eru miklir hagsmunir fyrir neytendur og útflytjendur á Íslandi. Viðskipti við Japan eru mikil og vaxandi. Sérstakt tækifæri er núna því Japam hefur verið lokað land þangað til i tíð núverandi stjórnar Shinzo Abe, sem ætlar að stórefla fríverslun.“ Össur segir þetta henta Íslandi sérstaklega vel. „Japanir vilja setja i forgang lönd sem framleiða heilnæm matvæli og búa yfir sterkum auðlindum. Á þessu ari er 60 ára afmæli stjórnmalasambands og ríki nota slík tímamót gjarnan til að gera mikilvæga samninga. Nú er því sérstakt tækifæri og brýnt að stjórnvöld fari strax í að framkvæma samþykkt Alþingis. Öll lönd heims vilja gera samning við Japani og við getum lent í langri biðröð ef við förum ekki strax í málið.“ Össur segir eindrægni Alþingis í málinu mikilvæg fyrir framgang þess og setur það sérstakan þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Sem hafa tregðast við að semja við Íslendinga um fríverslun til þessa. Þeir hafa borið við smæð Íslands en það eru rök sem Ísland á aldrei að taka gild.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira