Skapvondur fíll eyðilagði 27 ökutæki Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 15:10 Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð. Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Fyrir nokkrum dögum í Indlandi fékk fíll einn nóg á trúarhátíð þar sem hann var klæddur uppí hlutverk sem honum greinilega mislíkaði. Svo mikið mislíkaði honum þátttökuna á hátíðinni að hann eyðilagði ein 27 ökutæki í bræði sinni. Á myndskeiðinu hér að ofan sést að allt í einu skiptir hann úr yfirveguðu skapferli í trylltan eyðileggingarham. Hann byrjar á því að eyðileggja mótorhjól en snéri sér svo að tuk-tuk farartækjum og að lokum bílum. Því varð eyðileggingin af hans völdum sífellt meiri og vafalaust hefur skemmtanagildið fyrir hann vaxið að sama skapi. Engan sakaði í þessu brjálæði fílsins og forðuðu flestir nálægir sér, enda afl fíla í ham ógurlegt. Fíllinn skeytti engu um að tveir menn voru á baki hans á meðan á þessari heift hans stóð.
Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent