Þýskir flóttamenn í Danmörku í lok seinna stríðs G. Jökull Gíslason skrifar 3. mars 2016 00:00 Í nýútkominni bók Ragnhildar Thorlacius um Brynhildi Georgíu Björnsson er áhugaverð umfjöllun um stöðu þýskra flóttamanna í Danmörku. Brynhildur lendir í því að þýskt barn deyr í höndum hennar þegar það fær ekki læknisaðstoð og markar það mjög afstöðu hennar gegn Dönum. Á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar flúðu mjög margir Þjóðverjar undan sókn Rauða hersins. Um 250.000 flóttamenn fóru til Danmerkur sem var þá enn hernumin af Þjóðverjum. Þýsk yfirvöld gáfu þessum flóttamönnum forréttindastöðu í Danmörku sem skapaði andúð í þeirra garð hjá Dönum. Þeim var komið fyrir í skólum, samkomuhúsum og fyrirtækjum þar sem var pláss. Ólíkt því sem er í dag þá voru þetta mestmegnis ungmenni, gamalmenni og konur. Mjög margir voru aðframkomnir enda mikill skortur á nauðsynjum í lok stríðsins. Þetta gerðist á sama tíma og þúsundir Dana voru sendar í fanga- og útrýmingarbúðir í Þýskalandi og það litaði enn frekar afstöðu Dana til þessara flóttamanna.Skorti flestar lífsnauðsynjar Í lok apríl höfðu þýsk yfirvöld ekki lengur stjórn á stöðunni og flóttamennina skorti flestar lífsnauðsynjar eins og mat og læknisþjónustu. Lík voru ekki grafin en söfnuðust upp í kjöllurum og vöruhúsum. Við uppgjöf Þjóðverja tóku dönsk yfirvöld við umsjá flóttamannanna og dreifðu þeim í minni hópa og notuðu meðal annars herbúðir sem Þjóðverjar höfðu byggt. Oft voru settar girðingar til að halda flóttamönnunum inni til að koma í veg fyrir að þeir hefðu samneyti við Dani. Í flestum búðanna var hvorki til nægur matur né læknisaðstoð. Sérstaklega til að byrja með. Ástandið var verst rétt fyrir og eftir uppgjöf Þjóðverja. Danski læknirinn og sagnfræðingurinn Kirsten Lylloff hefur sýnt fram á að bæði danskir læknar og danski Rauði krossinn synjuðu þýsku flóttamönnunum um aðstoð. Þar réð miklu afstaða Dana til Þjóðverja en það var líka vegna skorts á sjúkragögnum og þess að meðal flóttamannanna brutust út farsóttir sem verið var að sporna við að næðu meiri dreifingu í Danmörku. Árið 1945 er talið að um 13.000 þýskir flóttamenn hafi dáið, þar af 7.000 börn yngri en 5 ára. Breska hernámsliðið sem kom til Danmerkur tók síðan þá ákvörðun að þýsku flóttamennirnir þyrftu að vera áfram í Danmörku um skeið þar til að ástandið í Þýskalandi yrði stöðugra. Flóttamennirnir voru sendir heim til Þýskalands frá nóvember 1946 til febrúar 1949. Þýsk yfirvöld greiddu Dönum að lokum 160 milljónir danskra króna fyrir aðstoð við flóttamennina á árunum 1953 til 1958. Hafa verður í huga við þessa lesningu að þegar þetta gerist þá er Danmörk búin að vera hernumin af Þjóðverjum í fimm ár og litaði það mjög afstöðu Dana. En það er líka áhugavert að skoða í samhengi við þá flóttamenn sem í dag koma til Evrópu frá fjarlægari löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í nýútkominni bók Ragnhildar Thorlacius um Brynhildi Georgíu Björnsson er áhugaverð umfjöllun um stöðu þýskra flóttamanna í Danmörku. Brynhildur lendir í því að þýskt barn deyr í höndum hennar þegar það fær ekki læknisaðstoð og markar það mjög afstöðu hennar gegn Dönum. Á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar flúðu mjög margir Þjóðverjar undan sókn Rauða hersins. Um 250.000 flóttamenn fóru til Danmerkur sem var þá enn hernumin af Þjóðverjum. Þýsk yfirvöld gáfu þessum flóttamönnum forréttindastöðu í Danmörku sem skapaði andúð í þeirra garð hjá Dönum. Þeim var komið fyrir í skólum, samkomuhúsum og fyrirtækjum þar sem var pláss. Ólíkt því sem er í dag þá voru þetta mestmegnis ungmenni, gamalmenni og konur. Mjög margir voru aðframkomnir enda mikill skortur á nauðsynjum í lok stríðsins. Þetta gerðist á sama tíma og þúsundir Dana voru sendar í fanga- og útrýmingarbúðir í Þýskalandi og það litaði enn frekar afstöðu Dana til þessara flóttamanna.Skorti flestar lífsnauðsynjar Í lok apríl höfðu þýsk yfirvöld ekki lengur stjórn á stöðunni og flóttamennina skorti flestar lífsnauðsynjar eins og mat og læknisþjónustu. Lík voru ekki grafin en söfnuðust upp í kjöllurum og vöruhúsum. Við uppgjöf Þjóðverja tóku dönsk yfirvöld við umsjá flóttamannanna og dreifðu þeim í minni hópa og notuðu meðal annars herbúðir sem Þjóðverjar höfðu byggt. Oft voru settar girðingar til að halda flóttamönnunum inni til að koma í veg fyrir að þeir hefðu samneyti við Dani. Í flestum búðanna var hvorki til nægur matur né læknisaðstoð. Sérstaklega til að byrja með. Ástandið var verst rétt fyrir og eftir uppgjöf Þjóðverja. Danski læknirinn og sagnfræðingurinn Kirsten Lylloff hefur sýnt fram á að bæði danskir læknar og danski Rauði krossinn synjuðu þýsku flóttamönnunum um aðstoð. Þar réð miklu afstaða Dana til Þjóðverja en það var líka vegna skorts á sjúkragögnum og þess að meðal flóttamannanna brutust út farsóttir sem verið var að sporna við að næðu meiri dreifingu í Danmörku. Árið 1945 er talið að um 13.000 þýskir flóttamenn hafi dáið, þar af 7.000 börn yngri en 5 ára. Breska hernámsliðið sem kom til Danmerkur tók síðan þá ákvörðun að þýsku flóttamennirnir þyrftu að vera áfram í Danmörku um skeið þar til að ástandið í Þýskalandi yrði stöðugra. Flóttamennirnir voru sendir heim til Þýskalands frá nóvember 1946 til febrúar 1949. Þýsk yfirvöld greiddu Dönum að lokum 160 milljónir danskra króna fyrir aðstoð við flóttamennina á árunum 1953 til 1958. Hafa verður í huga við þessa lesningu að þegar þetta gerist þá er Danmörk búin að vera hernumin af Þjóðverjum í fimm ár og litaði það mjög afstöðu Dana. En það er líka áhugavert að skoða í samhengi við þá flóttamenn sem í dag koma til Evrópu frá fjarlægari löndum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar