Matvælaöryggi getur verið dauðans alvara Gunnar Þór Gíslason skrifar 4. mars 2016 07:00 Ýmsir hagsmunagæslumenn verslunar og áhugamenn um Evrópusambandsaðild Íslands hæðast að læknum og vísindamönnum sem vara við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um innflutningshömlur á slíkri vöru. Farfuglar og ferðamenn eru sagðir fljúga hingað án þess að skapa lýðheilsuhættu. Íslendingar eru sagðir fara til annarra Evrópulanda í frí, til náms eða vinnu til skemmri eða lengri tíma án þess að verða meint af. Íslensk dýr eru sögð alin upp við sömu aðstæður og eftir sömu reglum og gilda í Evrópu og því sé íslenskt kjöt ekkert merkilegra eða heilbrigðara en það útlenda. Sumar þessara fullyrðinga standast en aðrar alls ekki. Tvær algengar ástæður matarsýkinga í Evrópu eru bakteríur af kampýlobakter- og salmonellustofnum. Fólk getur veikst af því að borða sýktar dýraafurðir. Afleiðingar birtast sem slappleiki, niðurgangur og hiti en í alvarlegustu tilvikum sem liðbólgur, lömun og bólgur í hjartvöðva. Matarsýkin getur hreinlega verið banvæn. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður fékk að kenna á alvarlegum afleiðingum matarsýkingar erlendis fyrir fjórum árum. „Hlakka til að geta gengið aftur,“ sagði þessi öflugi íþróttamaður. Eftir lífsreynslu sína telur hann matvælaöryggi örugglega ekki til gamanmála. Síðast þegar ESB mældi kampýlóbakter í kjúklingakjöti á samræmdan hátt í öllum ríkjum sambandsins reyndust 70% kjúklinga í prófunum sýktir. Í annarri rannsókn í Danmörku fannst kampýlóbakter í ríflega þriðjungi sýna úr fersku kjúklingakjöti í verslunum. Enn má nefna niðurstöður kampýlóbaktermælinga í Bretlandi í fyrra þegar 73% af kjúklingum voru sýkt. Kampýlóbakter er þannig landlægt víða, meira að segja í ríkjum sem teljast með þeim þróaðri innan ESB. Kampýlóbakter hefur vissulega verið til vandræða líka á Íslandi. Árið 2000 var gripið til markvissra aðgerða gegn þessum ófögnuði í innlendu kjúklingaeldi og með samstilltu átaki eftirlitsaðila og kjúklingabænda náðist frábær árangur. Matís birti skýrslu um öryggi íslenskra kjúklingaafurða á neytendamarkaði árið 2013. Rannsóknin stóð yfir í 12 mánuði og á þeim tíma mældust engin tilvik salmonellu eða kampýlóbakters í íslensku kjúklingakjöti. Svona gerist ekki af sjálfu sér. Hjá Matfugli ehf. höfum við til dæmis lagt í miklar fjárfestingar til að bæta eldishúsin okkar. Við erum með dýralækni í fullu starfi við að þjálfa starfsfólkið í umgengni við kjúklingana og til að hafa yfirumsjón með smitvörnum.Opinbert eftirlit meira hér Opinbert eftirlit með kjúklingarækt er miklu meira á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Hér eru tekin sýni úr hverjum einasta kjúklingahópi á eldistímanum til að skima fyrir kampýlóbakter- og salmonellusýkingu. Greinist eitthvað athugavert er umsvifalaust gripið til aðgerða. Svo strangt eftirlit þekkist ekki í ESB. Það er því rangt að sambærilegar reglur gildi um kjúklingarækt í ESB og á Íslandi og rangt líka að kjúklingur í ESB sé jafn hollur kostur og sá íslenski. Öryggi matvæla er stórt lýðheilsumál sem bæði hefur áhrif á lífsgæði neytenda og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Einn þeirra sem gerðist talsmaður matvælaöryggis á Íslandi var Sighvatur Björgvinsson, þáverandi alþingismaður. Þegar kampýlóbakterfárið 1999 stóð sem hæst lagði hann fyrirspurn í nokkrum liðum fyrir heilbrigðisráðherra á Alþingi og spurði meðal annars: „Mun ráðherra beita sér fyrir því að matvæli sem greinast með kampýlóbaktersmit verði tekin af íslenskum markaði?“ Sé Sighvatur samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann nú að skipa sér í sveit með íslenskum bændum, læknum og vísindamönnum sem berjast fyrir því að Ísland haldi áfram að stemma stigu við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ýmsir hagsmunagæslumenn verslunar og áhugamenn um Evrópusambandsaðild Íslands hæðast að læknum og vísindamönnum sem vara við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu í framhaldi af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um innflutningshömlur á slíkri vöru. Farfuglar og ferðamenn eru sagðir fljúga hingað án þess að skapa lýðheilsuhættu. Íslendingar eru sagðir fara til annarra Evrópulanda í frí, til náms eða vinnu til skemmri eða lengri tíma án þess að verða meint af. Íslensk dýr eru sögð alin upp við sömu aðstæður og eftir sömu reglum og gilda í Evrópu og því sé íslenskt kjöt ekkert merkilegra eða heilbrigðara en það útlenda. Sumar þessara fullyrðinga standast en aðrar alls ekki. Tvær algengar ástæður matarsýkinga í Evrópu eru bakteríur af kampýlobakter- og salmonellustofnum. Fólk getur veikst af því að borða sýktar dýraafurðir. Afleiðingar birtast sem slappleiki, niðurgangur og hiti en í alvarlegustu tilvikum sem liðbólgur, lömun og bólgur í hjartvöðva. Matarsýkin getur hreinlega verið banvæn. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður fékk að kenna á alvarlegum afleiðingum matarsýkingar erlendis fyrir fjórum árum. „Hlakka til að geta gengið aftur,“ sagði þessi öflugi íþróttamaður. Eftir lífsreynslu sína telur hann matvælaöryggi örugglega ekki til gamanmála. Síðast þegar ESB mældi kampýlóbakter í kjúklingakjöti á samræmdan hátt í öllum ríkjum sambandsins reyndust 70% kjúklinga í prófunum sýktir. Í annarri rannsókn í Danmörku fannst kampýlóbakter í ríflega þriðjungi sýna úr fersku kjúklingakjöti í verslunum. Enn má nefna niðurstöður kampýlóbaktermælinga í Bretlandi í fyrra þegar 73% af kjúklingum voru sýkt. Kampýlóbakter er þannig landlægt víða, meira að segja í ríkjum sem teljast með þeim þróaðri innan ESB. Kampýlóbakter hefur vissulega verið til vandræða líka á Íslandi. Árið 2000 var gripið til markvissra aðgerða gegn þessum ófögnuði í innlendu kjúklingaeldi og með samstilltu átaki eftirlitsaðila og kjúklingabænda náðist frábær árangur. Matís birti skýrslu um öryggi íslenskra kjúklingaafurða á neytendamarkaði árið 2013. Rannsóknin stóð yfir í 12 mánuði og á þeim tíma mældust engin tilvik salmonellu eða kampýlóbakters í íslensku kjúklingakjöti. Svona gerist ekki af sjálfu sér. Hjá Matfugli ehf. höfum við til dæmis lagt í miklar fjárfestingar til að bæta eldishúsin okkar. Við erum með dýralækni í fullu starfi við að þjálfa starfsfólkið í umgengni við kjúklingana og til að hafa yfirumsjón með smitvörnum.Opinbert eftirlit meira hér Opinbert eftirlit með kjúklingarækt er miklu meira á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Hér eru tekin sýni úr hverjum einasta kjúklingahópi á eldistímanum til að skima fyrir kampýlóbakter- og salmonellusýkingu. Greinist eitthvað athugavert er umsvifalaust gripið til aðgerða. Svo strangt eftirlit þekkist ekki í ESB. Það er því rangt að sambærilegar reglur gildi um kjúklingarækt í ESB og á Íslandi og rangt líka að kjúklingur í ESB sé jafn hollur kostur og sá íslenski. Öryggi matvæla er stórt lýðheilsumál sem bæði hefur áhrif á lífsgæði neytenda og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Einn þeirra sem gerðist talsmaður matvælaöryggis á Íslandi var Sighvatur Björgvinsson, þáverandi alþingismaður. Þegar kampýlóbakterfárið 1999 stóð sem hæst lagði hann fyrirspurn í nokkrum liðum fyrir heilbrigðisráðherra á Alþingi og spurði meðal annars: „Mun ráðherra beita sér fyrir því að matvæli sem greinast með kampýlóbaktersmit verði tekin af íslenskum markaði?“ Sé Sighvatur samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann nú að skipa sér í sveit með íslenskum bændum, læknum og vísindamönnum sem berjast fyrir því að Ísland haldi áfram að stemma stigu við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópusambandinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar