Er Quant F NanoFlowcell forvitnilegasti bíllinn í Genf? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 10:34 Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent