Ísland verður að vera búið undir það versta Una Sighvatsdóttir skrifar 4. mars 2016 21:00 Samskiptaörðugleikar voru milli lögreglu og sjúkraliðs í Kaupmannahöfn þegar hryðjuverk voru framin þar þann 14. febrúar 2015. vísir/AFP Rétt rúmur mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á Charlie Hebdo í París þegar skotárásir voru gerðar í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra. Einn var að verki og tveir létu lífið. Bráðalæknirinn Peter Anthony Berlac er yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannahöfn og stýrði útkallsmiðstöð bráðahjálpar í skotárásunum. Hann fjallaði um reynsluna út frá sjónarhóli danska heilbrigðiskerfisins á bráðadögum Landspítalans í dag.Voru heppin að ekki fór verr „Ég held að við höfum verið afar heppin að við urðum ekki verr úti í þetta skiptið, því þótt það hafi orðið mannfall voru ekki svo margir sem særðust. Ég held að við höfum staðist prófið þarna, en það þýðir ekki að við verðum tilbúin næst."Peter Anthony Berlac, yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannhöfn, hélt erindi á Bráðadeginum í dag þar sem hann sagði frá reynslu danska heilbrigðiskerfisins af því að bregðast við afleiðingum hryðjuverka.Allt frá 2009 hafa sameiginlegar stórslysa- og hryðjverkaæfingar viðbragðsaðila verið haldnar í Danmörku. Berlac segir að þrátt fyrir það hafi aðstæður skapast í árásunum sem hefðu getað ógnað öryggi heilbrigðisstarfsmanna, vegna samskiptaörðugleika við lögreglu. Þannig hafi viðbragðsflýtir sjúkraflutningamanna verið svo mikill að þeir voru komnir á staðinn í seinni skotárásinni á undan sérsveit lögreglunnar og fengu misvísandi upplýsingar um hvort búið væri að tryggja vettvanginn. „Þetta var allt öðru vísi en allt það sem við höfðum æft og unnið greiningarvinnu um áður," sagði Berlac í samtali við fréttastofu.Gæti orðið Íslandi ofviða Mikil vinna hefur farið fram í Danmörku við að skoða viðbragðskerfi nágrannalandanna við hryðjuverkum og draga af þeim lærdóm. Berlac segir mikilvægt að á öllum stigum kerfisins fari fram æfingar og andlegur undirbúningur, jafnvel fyrir atburðum sem kunni að virðast óhugsandi. „Og það sem Ísland þarf kannski sérstaklega að hafa í huga er áætlun um hvernig hægt væri að fá hjálp að utan. Því ef meiriháttar atburður verður hér þá yrði það ykkur sennilega ofviða, svo þið verðið líka að hugsa um utanaðkomandi hjálp. Það versta sem þið getið gert er að stinga höfðinu í sandinn og segja að ekkert muni gerast hér í Norður-Atlantshafinu. Þið verðið að vera búin undir það versta. Og þegar þið hafið hugsað þetta sem kerfi, þá hafið þið líka æft samskiptaleiðir og samvinnu við önnur yfirvöld í ykkar eigin kerfi." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Rétt rúmur mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á Charlie Hebdo í París þegar skotárásir voru gerðar í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra. Einn var að verki og tveir létu lífið. Bráðalæknirinn Peter Anthony Berlac er yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannahöfn og stýrði útkallsmiðstöð bráðahjálpar í skotárásunum. Hann fjallaði um reynsluna út frá sjónarhóli danska heilbrigðiskerfisins á bráðadögum Landspítalans í dag.Voru heppin að ekki fór verr „Ég held að við höfum verið afar heppin að við urðum ekki verr úti í þetta skiptið, því þótt það hafi orðið mannfall voru ekki svo margir sem særðust. Ég held að við höfum staðist prófið þarna, en það þýðir ekki að við verðum tilbúin næst."Peter Anthony Berlac, yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannhöfn, hélt erindi á Bráðadeginum í dag þar sem hann sagði frá reynslu danska heilbrigðiskerfisins af því að bregðast við afleiðingum hryðjuverka.Allt frá 2009 hafa sameiginlegar stórslysa- og hryðjverkaæfingar viðbragðsaðila verið haldnar í Danmörku. Berlac segir að þrátt fyrir það hafi aðstæður skapast í árásunum sem hefðu getað ógnað öryggi heilbrigðisstarfsmanna, vegna samskiptaörðugleika við lögreglu. Þannig hafi viðbragðsflýtir sjúkraflutningamanna verið svo mikill að þeir voru komnir á staðinn í seinni skotárásinni á undan sérsveit lögreglunnar og fengu misvísandi upplýsingar um hvort búið væri að tryggja vettvanginn. „Þetta var allt öðru vísi en allt það sem við höfðum æft og unnið greiningarvinnu um áður," sagði Berlac í samtali við fréttastofu.Gæti orðið Íslandi ofviða Mikil vinna hefur farið fram í Danmörku við að skoða viðbragðskerfi nágrannalandanna við hryðjuverkum og draga af þeim lærdóm. Berlac segir mikilvægt að á öllum stigum kerfisins fari fram æfingar og andlegur undirbúningur, jafnvel fyrir atburðum sem kunni að virðast óhugsandi. „Og það sem Ísland þarf kannski sérstaklega að hafa í huga er áætlun um hvernig hægt væri að fá hjálp að utan. Því ef meiriháttar atburður verður hér þá yrði það ykkur sennilega ofviða, svo þið verðið líka að hugsa um utanaðkomandi hjálp. Það versta sem þið getið gert er að stinga höfðinu í sandinn og segja að ekkert muni gerast hér í Norður-Atlantshafinu. Þið verðið að vera búin undir það versta. Og þegar þið hafið hugsað þetta sem kerfi, þá hafið þið líka æft samskiptaleiðir og samvinnu við önnur yfirvöld í ykkar eigin kerfi."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira