Körfubolti

Körfuboltakvöld: Erfitt að horfa á þessi leikhlé | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það gengur hvorki né rekur hjá Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta.

Íslandsmeistararnir frá 2012 og 2013 hafa tapað þremur leikjum í röð og eiga á hættu að missa af sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í manna minnum.

Ráðaleysi Grindvíkinga kristallast einna helst í leikhléum liðsins sem strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru ofan í saumana á í þætti gærkvöldsins.

Hvorki Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, né leikmenn virðast hafa nein svör og leikhléin eru pínleg áhorfs.

„Ég virkilega vorkenndi öllum Grindvíkingum. Ég á ekki mikið af samúð í mínu hjarta en hún fór öll til Grindavíkur. Mér leið illa að horfa á þennan leik,“ sagði Kristinn Friðriksson um leik Grindvíkinga og Hauka á fimmtudagskvöldið sem Hafnfirðingar unnu 71-105.

„Það er erfitt að horfa á þessi leikhlé. Þjálfarinn er með hendur í vösum, það er eitthvað mikið að þarna. Andleysi og allur pakkinn,“ bætti Hermann Hauksson við en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×