Boltinn er hjá velferðarráðuneytinu Pétur Magnússon skrifar 8. mars 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. birtist grein eftir formann kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þar sem fram kemur að þegar eldri borgari fari á hjúkrunarheimili taki Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Sé það líkast eignaupptöku. Jafnframt segir í greininni að stjórnvöld íhugi að breyta fyrirkomulaginu en hjúkrunarheimilin leggist gegn því. Þetta er alrangt. Undirrituðum er ekki kunnugt um hjúkrunarheimili sem er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi enda hafa þau verið sett í hlutverk innheimtufulltrúa fyrir ríkisvaldið, hlutverk sem þau hafa aldrei beðið um að fá að taka að sér. Greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum er ákvarðað af stjórnvöldum einum og hjúkrunarheimilin hafa ekkert um málið að segja. Tryggingastofnun reiknar greiðsluþátttöku hvers og eins út frá skattframtali viðkomandi, fjárhagslegum eigum og fleiri atriðum sem hjúkrunarheimilin hafa enga vitneskju um. Að loknum útreikningi fá hjúkrunarheimilin greidda upphæð sem ekki svarar til raunkostnaðar og hefur ekki gert um árabil. Frádregin er svo sú upphæð sem viðkomandi einstaklingur á að greiða til heimilisins. Því þurfa hjúkrunarheimilin að innheimta hjá heimilisfólki það sem upp á vantar og það er staða sem við erum mjög mótfallin.Jaðrar við mannréttindabrot Að mínu mati mati jaðrar núverandi kerfi við mannréttindabrot. Líkt og Landssamband eldri borgara hefur ályktað um, höfum við á Hrafnistuheimilunum hvatt stjórnvöld til að breyta fyrirkomulaginu til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Sem framlag til þeirrar nauðsynlegu undirbúningsvinnu sem þarf að eiga sér stað sendi Hrafnista erindi til velferðarráðuneytisins á síðasta ári þar sem ráðuneytið var hvatt til dáða í þessum efnum. Hrafnista bauð ráðuneytinu jafnframt fulltrúa í vinnuhóp til þess að vinna að málinu og að nýtt kerfi yrði prufukeyrt á einu til tveimur Hrafnistuheimilum í tilraunarskyni. Í stuttu máli felst hugmynd um nýtt fyrirkomulag í því að hver íbúi hjúkrunarheimilis haldi fjárhagslegu sjálfstæði, ólíkt því sem er í dag. Viðkomandi greiddi þá fyrir fæði, húsnæði, þvott og þrif, allt eftir því hvaða þjónustu viðkomandi kysi að notfæra sér. Þá myndi viðkomandi jafnframt greiða húsaleigu í samræmi við fermetrafjölda og gæði húsnæðisins. Önnur þjónusta væri valfrjáls. Kostnaður vegna umönnunar, þjónustu læknis- og hjúkrunar yrði greiddur af stjórnvöldum. Fulltrúi velferðarráðuneytisins kynnti þessa hugmynd á félagsfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir nokkrum árum. Þar var henni vel tekið og hvatt til þess að hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd. Boltinn er því hjá velferðarráðuneytinu sem vonandi kemst í þetta mikilvæga mál sem allra fyrst. Þess má geta hér í lokin að á síðasta ári var gerð könnun meðal 600 íbúa á Hrafnistuheimilunum sem sýndi að 42% þátttakenda greiddu ekkert fyrir búsetu á Hrafnistu. Um 21% greiddi innan við 49 þúsund krónur á mánuði. Samtals greiða því rúmlega 60% íbúa á Hrafnistu lítið eða ekkert fyrir dvölina. Rétt er að taka fram að þessar upphæðir eru ekki viðbót við framlag ríkisins til starfseminnar heldur skerðir ríkið framlag sitt sem þessu nemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. birtist grein eftir formann kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þar sem fram kemur að þegar eldri borgari fari á hjúkrunarheimili taki Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Sé það líkast eignaupptöku. Jafnframt segir í greininni að stjórnvöld íhugi að breyta fyrirkomulaginu en hjúkrunarheimilin leggist gegn því. Þetta er alrangt. Undirrituðum er ekki kunnugt um hjúkrunarheimili sem er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi enda hafa þau verið sett í hlutverk innheimtufulltrúa fyrir ríkisvaldið, hlutverk sem þau hafa aldrei beðið um að fá að taka að sér. Greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum er ákvarðað af stjórnvöldum einum og hjúkrunarheimilin hafa ekkert um málið að segja. Tryggingastofnun reiknar greiðsluþátttöku hvers og eins út frá skattframtali viðkomandi, fjárhagslegum eigum og fleiri atriðum sem hjúkrunarheimilin hafa enga vitneskju um. Að loknum útreikningi fá hjúkrunarheimilin greidda upphæð sem ekki svarar til raunkostnaðar og hefur ekki gert um árabil. Frádregin er svo sú upphæð sem viðkomandi einstaklingur á að greiða til heimilisins. Því þurfa hjúkrunarheimilin að innheimta hjá heimilisfólki það sem upp á vantar og það er staða sem við erum mjög mótfallin.Jaðrar við mannréttindabrot Að mínu mati mati jaðrar núverandi kerfi við mannréttindabrot. Líkt og Landssamband eldri borgara hefur ályktað um, höfum við á Hrafnistuheimilunum hvatt stjórnvöld til að breyta fyrirkomulaginu til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Sem framlag til þeirrar nauðsynlegu undirbúningsvinnu sem þarf að eiga sér stað sendi Hrafnista erindi til velferðarráðuneytisins á síðasta ári þar sem ráðuneytið var hvatt til dáða í þessum efnum. Hrafnista bauð ráðuneytinu jafnframt fulltrúa í vinnuhóp til þess að vinna að málinu og að nýtt kerfi yrði prufukeyrt á einu til tveimur Hrafnistuheimilum í tilraunarskyni. Í stuttu máli felst hugmynd um nýtt fyrirkomulag í því að hver íbúi hjúkrunarheimilis haldi fjárhagslegu sjálfstæði, ólíkt því sem er í dag. Viðkomandi greiddi þá fyrir fæði, húsnæði, þvott og þrif, allt eftir því hvaða þjónustu viðkomandi kysi að notfæra sér. Þá myndi viðkomandi jafnframt greiða húsaleigu í samræmi við fermetrafjölda og gæði húsnæðisins. Önnur þjónusta væri valfrjáls. Kostnaður vegna umönnunar, þjónustu læknis- og hjúkrunar yrði greiddur af stjórnvöldum. Fulltrúi velferðarráðuneytisins kynnti þessa hugmynd á félagsfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir nokkrum árum. Þar var henni vel tekið og hvatt til þess að hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd. Boltinn er því hjá velferðarráðuneytinu sem vonandi kemst í þetta mikilvæga mál sem allra fyrst. Þess má geta hér í lokin að á síðasta ári var gerð könnun meðal 600 íbúa á Hrafnistuheimilunum sem sýndi að 42% þátttakenda greiddu ekkert fyrir búsetu á Hrafnistu. Um 21% greiddi innan við 49 þúsund krónur á mánuði. Samtals greiða því rúmlega 60% íbúa á Hrafnistu lítið eða ekkert fyrir dvölina. Rétt er að taka fram að þessar upphæðir eru ekki viðbót við framlag ríkisins til starfseminnar heldur skerðir ríkið framlag sitt sem þessu nemur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar