Óskýr og loðin svör um meint hatursummæli borgarstarfsmanna Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2016 15:03 Anna, Hildur og Magnús. Svör Reykjavíkurborgar eru loðin og svo virðist sem borgin hiki ekki við að takmarka tjáningu starfsmanna á vafasömum forsendum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mannréttindaráði, þau Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson, telja af þeim litlu upplýsingum sem hafa verið veittar um það sem borgin styðst við þegar hún gerir athugasemdir við hatursorðræðu starfsmanna sýna að hún hefur engan lagalegan grundvöll til að gera þær athugasemdir. Þetta kom fram í bókun á fundi mannréttindaráðs nú síðdegis. „Það liggur fyrir að starfsmenn hafi fengið einhvers konar tiltal eftir að hafa tjáð skoðanir sínar á opinberum vettvangi án tengsla við starf sitt hjá borginni. Það er ótækt að borgin sé að hefta tjáningu starfsfólk síns á svona hæpnum forsendum og á að láta af því hið snarasta. Þetta varpar ljósi á brot gegn tjáningarfrelsi starfsmanna og ætti mannréttindaráð að gefa þeim mannréttindabrotum meiri gaum en raun ber vitni enda á ekki að vera í boði að mannréttindaráð borgarinnar handvelji réttindin sem það kýs að verja í borginni.“„Þetta er til skammar“Í janúar birtust fréttir þess efnis að nokkrir starfsmenn hafi fengið tiltal vegna hatursummæla sem þeir áttu að hafa látið falla á opinberum vettvangi, þá um fólk sem snýr að trúarskoðunum þeirra, kynhneigð og uppruna. Öll atvik voru hins vegar afar óljós, hvar þessi ummæli áttu að hafa fallið, hverjir áttu í hlut, að hverjum þau áttu að hafa beinst og hversu margir starfsmenn fengu tiltal? Þetta varð þeim Hildi og Magnúsi tilefni til að leggja fram fyrirspurn og svar var að berast nú fyrir stundu. Og þau varpa í raun ekki ljósi á grundvallarspurningar í málinu. „Mér finnst þetta raunar með miklum ólíkindum. Þarna kemur bersýnilega fram að borgin styðst ekki við neitt þegar hún telur sig hafa vald til að gera athugasemdir við skoðanir starfsmanna sinna þó að þær skoðanir komi starfi hans ekkert við. Þetta er ekkert annað en takmörkun á tjáningarfrelsi sem á að vera algilt og eins og með allar undantekningar frá slíkum grunnréttindum verður að skoðast þröngt og án vafa. Það hlýtur að vera lágmark að stjórnkerfi borgarinnar láti sig hafa það að hafa allavega einhverjar reglur til að styðjast við þegar það takmarkar réttindi starfsmanna sinna á þennan hátt. En svo er greinilega ekki. Þetta er til skammar,“ segir Hildur í samtali við Vísi.Engin skýr svör Í svörum mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Önnu Kristinsdóttir, segir að nokkur dæmi séu um það að borgarbúar leiti til mannréttindaskrifstofu vegna ummæla starfsmanna borgarinnar sem koma beint að þjónustu við þá. „Við því hefur mannréttindaskrifstofa brugðist með þeim hætti að hafa samband við stjórnendur viðkomandi sviðs. Það er svo stjórnendanna að meta hvort og þá hvernig brugðist verði við, eins og í öðrum þeim málum sem varða einstaka starfsmenn borgarinnar.“ En, við beinum spurningum eru engin skýr svör.Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.Spurningar & svör Hér á eftir getur að líta spurningarnar og svör mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar við þeim, beint af kúnni.1. Hvað var lagt til grundvallar við matið þegar metið var að ummælin væru hatursorðræða, og er það mat í samræmi við viðmið landsréttar þar um? Mannréttindaskrifstofa leggur ekki mat á slíkt heldur bregst við þegar athugasemdir frá borgarbúum berast skrifstofunni vegna ummæla starfsmanna á opinberum vettvangi. Stjórnarskrá Íslands og alþjóðlegir sáttmálar liggja til grundvallar mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og ber mannréttindaskrifstofa ábyrgð á því að standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Stjórnendur bera ábyrgð á að vinna samkvæmt henni og fá þeir slíkar ábendingar til skoðunar.2. Hver mat að ummælin væru hatursorðræða og hverjar eru valdheimildir þess sem metur fyrir hönd borgarinnar hvort að tjáning starfsmanna teljist hatursorðræða? Sviðstjórar og/eða mannauðsfulltrúar meta ummælin hverju sinni.3. Voru ummælin viðhöfð á vinnutíma og/eða á vettvangi borgarinnar? Ekki liggja fyrir upplýsingar um tímasetningu ummæla.4. Á hvaða forsendum var það metið sem svo að ummælin væru opinber? Ef ummæli birtust á opinberum miðlum töldust þau opinber.5. Eru á vettvangi borgarinnar skýr fyrirmæli um hvað teljist hatursorðræða?Samkvæmt greiningu Mannréttindaskrifstofu Íslands á hugtakinu hatursorðræða (e. hate speech) er hugtakið flókið og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að endanleg og tæmandi skilgreining verði nokkurn tímann til, meta þarf hvert og eitt tilfelli fyrir sig.6. Fá starfsmenn borgarinnar fyrirfram fræðslu um hvað sé metið sem hatursorðræða? Ákvæði um að hatursorða verði ekki liðin er nýtt ákvæði sem er í drögum að endurskoðaðri mannréttindastefnu. Ef slíkt ákvæði verður tekið inn í stefnuna munu starfsmenn borgarinnar fá kynningu á hatursorðræðu eins og öðrum þeim breytingum sem kunna að verða gerðar. Allir starfsmenn eiga að fá reglulega fræðslu um mannréttindastefnuna.7. Hverjar eru afleiðingar fyrir stöðu eða starf starfsmanna borgarinnar eftir að þeir hafa verið uppvísir að hatursorðræðu? Samkvæmt upplýsingum mannauðsskrifstofu eru afleiðingar þess að starfsmaður borgarinnar verði uppvís að hatursorðræðu getur það leitt til áminningar í starfi og brottreksturs láti viðkomandi ekki af slíku háttalagi eftir áminningu. 8. Kemur borgin upplýsingum um hatursorðræðu starfsmanna til lögreglu? Ekki svo vitað sé. Tengdar fréttir Spurt um skammir vegna hatursummæla Nokkrir starfsmenn borgarinnar hafa fengið tiltal vegna hatursummæla sem þeir eiga að hafa látið falla. 26. janúar 2016 14:37 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mannréttindaráði, þau Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson, telja af þeim litlu upplýsingum sem hafa verið veittar um það sem borgin styðst við þegar hún gerir athugasemdir við hatursorðræðu starfsmanna sýna að hún hefur engan lagalegan grundvöll til að gera þær athugasemdir. Þetta kom fram í bókun á fundi mannréttindaráðs nú síðdegis. „Það liggur fyrir að starfsmenn hafi fengið einhvers konar tiltal eftir að hafa tjáð skoðanir sínar á opinberum vettvangi án tengsla við starf sitt hjá borginni. Það er ótækt að borgin sé að hefta tjáningu starfsfólk síns á svona hæpnum forsendum og á að láta af því hið snarasta. Þetta varpar ljósi á brot gegn tjáningarfrelsi starfsmanna og ætti mannréttindaráð að gefa þeim mannréttindabrotum meiri gaum en raun ber vitni enda á ekki að vera í boði að mannréttindaráð borgarinnar handvelji réttindin sem það kýs að verja í borginni.“„Þetta er til skammar“Í janúar birtust fréttir þess efnis að nokkrir starfsmenn hafi fengið tiltal vegna hatursummæla sem þeir áttu að hafa látið falla á opinberum vettvangi, þá um fólk sem snýr að trúarskoðunum þeirra, kynhneigð og uppruna. Öll atvik voru hins vegar afar óljós, hvar þessi ummæli áttu að hafa fallið, hverjir áttu í hlut, að hverjum þau áttu að hafa beinst og hversu margir starfsmenn fengu tiltal? Þetta varð þeim Hildi og Magnúsi tilefni til að leggja fram fyrirspurn og svar var að berast nú fyrir stundu. Og þau varpa í raun ekki ljósi á grundvallarspurningar í málinu. „Mér finnst þetta raunar með miklum ólíkindum. Þarna kemur bersýnilega fram að borgin styðst ekki við neitt þegar hún telur sig hafa vald til að gera athugasemdir við skoðanir starfsmanna sinna þó að þær skoðanir komi starfi hans ekkert við. Þetta er ekkert annað en takmörkun á tjáningarfrelsi sem á að vera algilt og eins og með allar undantekningar frá slíkum grunnréttindum verður að skoðast þröngt og án vafa. Það hlýtur að vera lágmark að stjórnkerfi borgarinnar láti sig hafa það að hafa allavega einhverjar reglur til að styðjast við þegar það takmarkar réttindi starfsmanna sinna á þennan hátt. En svo er greinilega ekki. Þetta er til skammar,“ segir Hildur í samtali við Vísi.Engin skýr svör Í svörum mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Önnu Kristinsdóttir, segir að nokkur dæmi séu um það að borgarbúar leiti til mannréttindaskrifstofu vegna ummæla starfsmanna borgarinnar sem koma beint að þjónustu við þá. „Við því hefur mannréttindaskrifstofa brugðist með þeim hætti að hafa samband við stjórnendur viðkomandi sviðs. Það er svo stjórnendanna að meta hvort og þá hvernig brugðist verði við, eins og í öðrum þeim málum sem varða einstaka starfsmenn borgarinnar.“ En, við beinum spurningum eru engin skýr svör.Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.Spurningar & svör Hér á eftir getur að líta spurningarnar og svör mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar við þeim, beint af kúnni.1. Hvað var lagt til grundvallar við matið þegar metið var að ummælin væru hatursorðræða, og er það mat í samræmi við viðmið landsréttar þar um? Mannréttindaskrifstofa leggur ekki mat á slíkt heldur bregst við þegar athugasemdir frá borgarbúum berast skrifstofunni vegna ummæla starfsmanna á opinberum vettvangi. Stjórnarskrá Íslands og alþjóðlegir sáttmálar liggja til grundvallar mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og ber mannréttindaskrifstofa ábyrgð á því að standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Stjórnendur bera ábyrgð á að vinna samkvæmt henni og fá þeir slíkar ábendingar til skoðunar.2. Hver mat að ummælin væru hatursorðræða og hverjar eru valdheimildir þess sem metur fyrir hönd borgarinnar hvort að tjáning starfsmanna teljist hatursorðræða? Sviðstjórar og/eða mannauðsfulltrúar meta ummælin hverju sinni.3. Voru ummælin viðhöfð á vinnutíma og/eða á vettvangi borgarinnar? Ekki liggja fyrir upplýsingar um tímasetningu ummæla.4. Á hvaða forsendum var það metið sem svo að ummælin væru opinber? Ef ummæli birtust á opinberum miðlum töldust þau opinber.5. Eru á vettvangi borgarinnar skýr fyrirmæli um hvað teljist hatursorðræða?Samkvæmt greiningu Mannréttindaskrifstofu Íslands á hugtakinu hatursorðræða (e. hate speech) er hugtakið flókið og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að endanleg og tæmandi skilgreining verði nokkurn tímann til, meta þarf hvert og eitt tilfelli fyrir sig.6. Fá starfsmenn borgarinnar fyrirfram fræðslu um hvað sé metið sem hatursorðræða? Ákvæði um að hatursorða verði ekki liðin er nýtt ákvæði sem er í drögum að endurskoðaðri mannréttindastefnu. Ef slíkt ákvæði verður tekið inn í stefnuna munu starfsmenn borgarinnar fá kynningu á hatursorðræðu eins og öðrum þeim breytingum sem kunna að verða gerðar. Allir starfsmenn eiga að fá reglulega fræðslu um mannréttindastefnuna.7. Hverjar eru afleiðingar fyrir stöðu eða starf starfsmanna borgarinnar eftir að þeir hafa verið uppvísir að hatursorðræðu? Samkvæmt upplýsingum mannauðsskrifstofu eru afleiðingar þess að starfsmaður borgarinnar verði uppvís að hatursorðræðu getur það leitt til áminningar í starfi og brottreksturs láti viðkomandi ekki af slíku háttalagi eftir áminningu. 8. Kemur borgin upplýsingum um hatursorðræðu starfsmanna til lögreglu? Ekki svo vitað sé.
Tengdar fréttir Spurt um skammir vegna hatursummæla Nokkrir starfsmenn borgarinnar hafa fengið tiltal vegna hatursummæla sem þeir eiga að hafa látið falla. 26. janúar 2016 14:37 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Spurt um skammir vegna hatursummæla Nokkrir starfsmenn borgarinnar hafa fengið tiltal vegna hatursummæla sem þeir eiga að hafa látið falla. 26. janúar 2016 14:37