Erlent

Þriggja leitað í tengslum við vopnað skartgriparán í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir óku inn í verslunina á rauðum smábíl.
Mennirnir óku inn í verslunina á rauðum smábíl. mynd/svt
Lögreglan í Svíþjóð leitar nú þriggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í skartgripaverslun í Stokkhólmi í morgun. Skotum var hleypt af inni í versluninni en engan sakaði. SVT greinir frá.

Ránið átti sér stað inni í Hallunda verslunarmiðstöðinni í Botkyrka-hverfinu um klukkan hálf ellefu að staðartíma, eða hálf tíu að íslenskum tíma. Mennirnir eru sagðir hafa ekið inni í verslunina á rauðum smábíl áður en þeir þustu út og hótuðu starfsfólki. Þeir flúðu svo vettvang á svartri BMW bifreið.

Þremenningarnir komust á brott með ránsfenginn en verðmæti hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Leitin að þeim er afar umfangsmikil og er þyrla meðal annars notuð við leitina. Þá hefur lögregla jafnframt óskað eftir upplýsingum frá almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×