Erlent

„Eyða verður Ísrael“

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá tilraunaskotunum í Íran.
Frá tilraunaskotunum í Íran. Vísir/EPA
Íranski herinn skaut í nótt tveimur eldflaugum á loft sem búið var að skrifa á: „Eyða verður Ísrael“. Tilraunirnar voru gerðar til að senda umheiminum skilaboð og sérstaklega Bandaríkjunum og Ísrael, þar sem Joe Biden, varaforseti, er í heimsókn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík skilaboð eru skrifuð á eldflaugar sem skotið er á loft í Íran.

Stjórnvöld Íran skrifuðu nýverið undir samkomulag við önnur ríki varðandi kjarnorkuáætlun ríkisins. Frá því að undirritað var undir samkomulagið hafa harðlínumenn í Íran gert margar eldflaugatilraunir og sýnt reglulega frá eldflaugastöðvum hersins í sjónvarpi.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa fjölmiðlar í Íran eftir yfirmanni eldflaugadeildar hersins að tilgangur tilraunanna hafi verið að sýna Ísraelsmönnum að Íran gæti skotið á þá. Eldflaugarnar, sem eru af gerðinni Qadr H, drífa um tvö þúsund kílómetra. Þeim var skotið á loft frá Alborz fjöllunum.

Ísraelar voru mótfallnir samkomulagin við Íran, sem felur í sér afnám viðskiptaþvingana. Varnarmálaráðherra landsins sagði í útvarpi í dag að fjandsemi Íran í garð þeirra hefði ekki breyst. Hann sagði Írani hafa táldregið vestræna þjóðarleiðtoga á meðan Íran kaupi enn vopn og vígbúi hryðjuverkahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×