„Menn sitja þá bara eftir með skömmina“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2016 16:54 Fjármálaráðherra segir óskiljanlegt að tryggingafélögin boði iðgjaldahækkanir á sama tíma og þau ætli að greiða út arð sem sé langt umfram hagnað. Vísir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir óskiljanlegt að á sama tíma og tryggingafélögin boði iðgjaldahækkanir hyggist þau greiða út arð sem sé langt umfram hagnað síðasta árs. Eigendur tryggingafélaganna þurfi að sitja eftir með skömmina af því. Þetta kom fram í máli hans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag við fyrirspurn frá Helga Hjörvari, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í viðhorf ráðherrans í garð arðgreiðslna tryggingafélaganna, og hvort þær samræmdust lögum og reglum. Þá vildi hann jafnframt vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til aðgerða. „Eftir því sem Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nú þegar þá eru vátryggingafélögin, þrátt fyrir arðgreiðslurnar, fjárhagslegar stofnanir sem standa vel undir þeim skuldbindingum sem þær hafa á sit tekið. Það breytir því ekki að okkur er misboðið þegar menn ganga svona fram gagnvart neytendum og sérstaklega er það þannig þegar um er að ræða lögboðnar tryggingar. Tryggingar sem við með lögum ákveðum að fólk þurfi að taka. Auðvitað setur það málið í sérstakt ljós,“ sagði Bjarni.Endurheimta þurfi traustið Þá sagði hann að endurheimta þurfi það traust sem rofnaði í efnahagshruninu. „Maður einfaldlega kallar eftir því að tillögur sem þaðan berast um rekstraráform um hvernig ráðstöfun hagnaðar eða eigna fer fram sé í eðlilegum takti við það ákall sem við vitum að er enn í samfélaginu eftir þá atburði sem nú eru nýskeðir,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Sigmundur vill skoða hvort lagabreytinga sé þörf „Ég get ekki annað en tekið undir með háttvirtum þingmanni að það hlýtur að hljóma illa í eyrum allra landsmanna að menn á sama tíma boði iðgjaldahækkanir en ætli að taka út arð sem er langt umfram hagnað síðastliðins árs. Þetta er fyrir mig eiginlega alveg óskiljanlegt. En menn sitja þá bara eftir með skömmina af því.“ Bjarni sagði ekki líkur á að ríkisstjórnin grípi til aðgerða í þessum málum. „Eftir því sem ég kemst næst og á grundvelli þeirra laga og reglna sem um þetta gilda, og eftir samskipti ráðuneytisins við Fjármálaeftirlitið, og eftir að hafa lesið yfirlýsingar Fjármálaeftirlitsins, þá eru í sjálfu sér ekki neinar lagaheimildir til staðar til að grípa inn í tillögur um arðgreiðslur, en ég held við þurfum líka að gæta þess að gera greinarmun á því þegar menn eru að taka út arð sem er langt umfram hagnað og í öðrum tilvikum þegar menn eru að ráðstafa hagnaði síðasta árs.“Lagabreytinga sé hugsanlega þörf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði hins vegar að skoða þurfi hvort lagabreytinga sé þörf. Um mikið áhyggjuefni sé að ræða. „Það er alls ekki í anda laga um vátryggingarstarfsemi að mínu mati og sérstakt áhyggjuefni þegar um er að ræða lögbundnar skyldutryggingar sem menn verða að taka. Það þurfa að gilda sérstakar reglur um fjármála og tryggingafyrirtæki. Tryggingafyrirtæki eru á vissan hátt fjármálafyrirtæki þannig að við þurfum að skoða hvort þörf sé að breyta reglum til þess að koma í veg fyrir óæskilega hegðun á þessum markaði,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tengdar fréttir VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22 Vill skoða hvort lagabreytinga um tryggingafélögin sé þörf Mikið áhyggjuefni, segir forsætisráðherra. 9. mars 2016 16:12 Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr 8. mars 2016 07:00 FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Framkvæmdastjóri félagsins segir möguleika á því að grípa til aðgerða vegna „ástandsins“ sem ríki í augnablikinu. 9. mars 2016 16:00 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir óskiljanlegt að á sama tíma og tryggingafélögin boði iðgjaldahækkanir hyggist þau greiða út arð sem sé langt umfram hagnað síðasta árs. Eigendur tryggingafélaganna þurfi að sitja eftir með skömmina af því. Þetta kom fram í máli hans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag við fyrirspurn frá Helga Hjörvari, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í viðhorf ráðherrans í garð arðgreiðslna tryggingafélaganna, og hvort þær samræmdust lögum og reglum. Þá vildi hann jafnframt vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til aðgerða. „Eftir því sem Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nú þegar þá eru vátryggingafélögin, þrátt fyrir arðgreiðslurnar, fjárhagslegar stofnanir sem standa vel undir þeim skuldbindingum sem þær hafa á sit tekið. Það breytir því ekki að okkur er misboðið þegar menn ganga svona fram gagnvart neytendum og sérstaklega er það þannig þegar um er að ræða lögboðnar tryggingar. Tryggingar sem við með lögum ákveðum að fólk þurfi að taka. Auðvitað setur það málið í sérstakt ljós,“ sagði Bjarni.Endurheimta þurfi traustið Þá sagði hann að endurheimta þurfi það traust sem rofnaði í efnahagshruninu. „Maður einfaldlega kallar eftir því að tillögur sem þaðan berast um rekstraráform um hvernig ráðstöfun hagnaðar eða eigna fer fram sé í eðlilegum takti við það ákall sem við vitum að er enn í samfélaginu eftir þá atburði sem nú eru nýskeðir,“ sagði Bjarni.Sjá einnig:Sigmundur vill skoða hvort lagabreytinga sé þörf „Ég get ekki annað en tekið undir með háttvirtum þingmanni að það hlýtur að hljóma illa í eyrum allra landsmanna að menn á sama tíma boði iðgjaldahækkanir en ætli að taka út arð sem er langt umfram hagnað síðastliðins árs. Þetta er fyrir mig eiginlega alveg óskiljanlegt. En menn sitja þá bara eftir með skömmina af því.“ Bjarni sagði ekki líkur á að ríkisstjórnin grípi til aðgerða í þessum málum. „Eftir því sem ég kemst næst og á grundvelli þeirra laga og reglna sem um þetta gilda, og eftir samskipti ráðuneytisins við Fjármálaeftirlitið, og eftir að hafa lesið yfirlýsingar Fjármálaeftirlitsins, þá eru í sjálfu sér ekki neinar lagaheimildir til staðar til að grípa inn í tillögur um arðgreiðslur, en ég held við þurfum líka að gæta þess að gera greinarmun á því þegar menn eru að taka út arð sem er langt umfram hagnað og í öðrum tilvikum þegar menn eru að ráðstafa hagnaði síðasta árs.“Lagabreytinga sé hugsanlega þörf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði hins vegar að skoða þurfi hvort lagabreytinga sé þörf. Um mikið áhyggjuefni sé að ræða. „Það er alls ekki í anda laga um vátryggingarstarfsemi að mínu mati og sérstakt áhyggjuefni þegar um er að ræða lögbundnar skyldutryggingar sem menn verða að taka. Það þurfa að gilda sérstakar reglur um fjármála og tryggingafyrirtæki. Tryggingafyrirtæki eru á vissan hátt fjármálafyrirtæki þannig að við þurfum að skoða hvort þörf sé að breyta reglum til þess að koma í veg fyrir óæskilega hegðun á þessum markaði,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22 Vill skoða hvort lagabreytinga um tryggingafélögin sé þörf Mikið áhyggjuefni, segir forsætisráðherra. 9. mars 2016 16:12 Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr 8. mars 2016 07:00 FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Framkvæmdastjóri félagsins segir möguleika á því að grípa til aðgerða vegna „ástandsins“ sem ríki í augnablikinu. 9. mars 2016 16:00 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22
Vill skoða hvort lagabreytinga um tryggingafélögin sé þörf Mikið áhyggjuefni, segir forsætisráðherra. 9. mars 2016 16:12
Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr 8. mars 2016 07:00
FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Framkvæmdastjóri félagsins segir möguleika á því að grípa til aðgerða vegna „ástandsins“ sem ríki í augnablikinu. 9. mars 2016 16:00