Vill skoða hvort lagabreytinga um tryggingafélögin sé þörf sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2016 16:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skoða þurfi hvort þörf sé á lagabreytingum um tryggingafélögin vegna frétta um tug milljarða arðgreiðslur til hluthafa á síðustu árum. Hann segir að um mikið áhyggjuefni sé að ræða. „Það er alls ekki í anda laga um vátryggingarstarfsemi að mínu mati og sérstakt áhyggjuefni þegar um er að ræða lögbundnar skyldutryggingar sem menn verða að taka. Það þurfa að gilda sérstakar reglur um fjármála og tryggingafyrirtæki. Tryggingafyrirtæki eru á vissan hátt fjármálafyrirtæki þannig að við þurfum að skoða hvort þörf sé að breyta reglum til þess að koma í veg fyrir óæskilega hegðun á þessum markaði,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.„Græðgisvæðingin komin aftur?“ Fyrirspurnin kom frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, sem óskaði eftir viðhorfi forsætisráðherra í garð arðgreiðslna tryggingafélaganna til hluthafa. „Er þetta til marks um það að græðgisvæðingin sé komin aftur á fulla ferð? Að viðhorfin frá 2006 – 2007 séu bara komin í algleyming á nýjan leik?“ sagði Steingrímur. Þá óskaði hann jafnframt eftir svörum frá Sigmundi um hvort hann hygðist mótmæla, líkt og forveri hans Davíð Oddsson gerði á sínum tíma. „Það var einu sinni forsætisráðherra sem mótmælti hegðun banka sem hneykslaði hann með því að labba með fjölmiðla á eftir sér inn í bankann og tæmdi sína reikninga þar. Hefur hæstv. ráðherra velt fyrir sér að fara í demóstrasíon og mótmæla með fótunum ef svo má að orði komast,“ sagði hann. Sigmundur taldi spurninguna vart svaraverða. „Þrátt fyrir augljósa aðdáun háttvirts þingmanns á forvera mínum Davíð Oddssyni og aðferðum hans við að mótmæla þá ætla ég ekki að blanda mínum eigin tryggingum í þessa umræðu. Þetta er stærra mál en svo að afstaða mín til tryggingafélags eigi að ráða hér úrslitum. Þetta er mjög stórt mál og mikið áhyggjuefni að mínu mati,“ sagði Sigmundur. Tengdar fréttir VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22 Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. 8. mars 2016 18:30 Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Formaður VR segir launafólki misboðið með arðgreiðslum tryggingafélaganna sem lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í. 8. mars 2016 13:28 Vilja að samkeppniseftirlitið skoði tryggingafélögin Neytendasamtökin hvetja þar að auki fjármálaráðherra til að beita sér gegn arðgreiðslum tryggingafélaga. 7. mars 2016 13:49 Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr 8. mars 2016 07:00 FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Framkvæmdastjóri félagsins segir möguleika á því að grípa til aðgerða vegna „ástandsins“ sem ríki í augnablikinu. 9. mars 2016 16:00 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skoða þurfi hvort þörf sé á lagabreytingum um tryggingafélögin vegna frétta um tug milljarða arðgreiðslur til hluthafa á síðustu árum. Hann segir að um mikið áhyggjuefni sé að ræða. „Það er alls ekki í anda laga um vátryggingarstarfsemi að mínu mati og sérstakt áhyggjuefni þegar um er að ræða lögbundnar skyldutryggingar sem menn verða að taka. Það þurfa að gilda sérstakar reglur um fjármála og tryggingafyrirtæki. Tryggingafyrirtæki eru á vissan hátt fjármálafyrirtæki þannig að við þurfum að skoða hvort þörf sé að breyta reglum til þess að koma í veg fyrir óæskilega hegðun á þessum markaði,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.„Græðgisvæðingin komin aftur?“ Fyrirspurnin kom frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, sem óskaði eftir viðhorfi forsætisráðherra í garð arðgreiðslna tryggingafélaganna til hluthafa. „Er þetta til marks um það að græðgisvæðingin sé komin aftur á fulla ferð? Að viðhorfin frá 2006 – 2007 séu bara komin í algleyming á nýjan leik?“ sagði Steingrímur. Þá óskaði hann jafnframt eftir svörum frá Sigmundi um hvort hann hygðist mótmæla, líkt og forveri hans Davíð Oddsson gerði á sínum tíma. „Það var einu sinni forsætisráðherra sem mótmælti hegðun banka sem hneykslaði hann með því að labba með fjölmiðla á eftir sér inn í bankann og tæmdi sína reikninga þar. Hefur hæstv. ráðherra velt fyrir sér að fara í demóstrasíon og mótmæla með fótunum ef svo má að orði komast,“ sagði hann. Sigmundur taldi spurninguna vart svaraverða. „Þrátt fyrir augljósa aðdáun háttvirts þingmanns á forvera mínum Davíð Oddssyni og aðferðum hans við að mótmæla þá ætla ég ekki að blanda mínum eigin tryggingum í þessa umræðu. Þetta er stærra mál en svo að afstaða mín til tryggingafélags eigi að ráða hér úrslitum. Þetta er mjög stórt mál og mikið áhyggjuefni að mínu mati,“ sagði Sigmundur.
Tengdar fréttir VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22 Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. 8. mars 2016 18:30 Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Formaður VR segir launafólki misboðið með arðgreiðslum tryggingafélaganna sem lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í. 8. mars 2016 13:28 Vilja að samkeppniseftirlitið skoði tryggingafélögin Neytendasamtökin hvetja þar að auki fjármálaráðherra til að beita sér gegn arðgreiðslum tryggingafélaga. 7. mars 2016 13:49 Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr 8. mars 2016 07:00 FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Framkvæmdastjóri félagsins segir möguleika á því að grípa til aðgerða vegna „ástandsins“ sem ríki í augnablikinu. 9. mars 2016 16:00 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22
Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. 8. mars 2016 18:30
Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Formaður VR segir launafólki misboðið með arðgreiðslum tryggingafélaganna sem lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í. 8. mars 2016 13:28
Vilja að samkeppniseftirlitið skoði tryggingafélögin Neytendasamtökin hvetja þar að auki fjármálaráðherra til að beita sér gegn arðgreiðslum tryggingafélaga. 7. mars 2016 13:49
Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr 8. mars 2016 07:00
FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Framkvæmdastjóri félagsins segir möguleika á því að grípa til aðgerða vegna „ástandsins“ sem ríki í augnablikinu. 9. mars 2016 16:00