Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Félag bifreiðaeigenda hefur brugðist ókvæða við fregnum af ákvörðun tryggingafélaga landsins um að greiða út tæplega tíu milljarða króna í arð. vísir/pjetur Efnahags- og viðskiptanefnd ætlar að ræða arðgreiðslur tryggingafélaganna stuttlega á fundi sínum í dag. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, ætlar síðan að leggja til við nefndarmenn að málið verði tekið fyrir á sér fundi og óska eftir minnisblöðum frá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og tryggingafélögunum sjálfum. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Þá eru tillögur um endurkaup hlutabréfa upp á 3,5 milljarða. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf um helgina þar sem skorað er á hann að grípa til aðgerða til að stöðva „yfirvofandi gripdeildir tryggingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra“ eins og það er orðað í erindinu. FÍB segir að fjármunina eigi að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafi safnað „með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum“. Runólfur sagðist í gær ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra við erindi sínu. Hann segist aftur á móti hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu. „Við höfum fengið bæði marga pósta og annað til félagsins. Og margar innhringingar. Þannig að fólki er almennt misboðið.“ Þótt fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki svarað brást Fjármálaeftirlitið við athugasemdum FÍB í gær. Fjármálaeftirlitið segist hafa ríkar heimildir til þess að hlutast til um rekstur vátryggingafélaganna, en þó einungis til þess að hlutast til um að rekstur þeirra samræmist þeim lögum, reglum og öðrum viðmiðum sem um starfsemina gilda. Þannig sé það rangt sem fram kemur í umfjöllun FÍB að Fjármálaeftirlitið geti „skipað þeim að endurgreiða vátryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin“. Þá segir FME að íslensk vátryggingafélög séu rekin sem hlutafélög og eigi vátryggingatakar því ekki bótasjóð líkt og FÍB haldi fram. Þessa staðhæfingu dregur Runólfur í efa og segir þetta nýja skýringu hjá FME. „Ég veit ekki hvernig þeir réttlæta þá að bótasjóðirnir séu eign eigenda tryggingafélaganna. Allir forstjórar tryggingafélaganna sögðu hér fyrir 20 árum að bótasjóðirnir væru eign bótaþola og vátryggingataka,“ segir Runólfur. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd ætlar að ræða arðgreiðslur tryggingafélaganna stuttlega á fundi sínum í dag. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, ætlar síðan að leggja til við nefndarmenn að málið verði tekið fyrir á sér fundi og óska eftir minnisblöðum frá Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og tryggingafélögunum sjálfum. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Þá eru tillögur um endurkaup hlutabréfa upp á 3,5 milljarða. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf um helgina þar sem skorað er á hann að grípa til aðgerða til að stöðva „yfirvofandi gripdeildir tryggingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra“ eins og það er orðað í erindinu. FÍB segir að fjármunina eigi að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafi safnað „með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætluðum tjónum“. Runólfur sagðist í gær ekki hafa fengið viðbrögð frá ráðherra við erindi sínu. Hann segist aftur á móti hafa fengið mikil viðbrögð við bréfinu. „Við höfum fengið bæði marga pósta og annað til félagsins. Og margar innhringingar. Þannig að fólki er almennt misboðið.“ Þótt fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki svarað brást Fjármálaeftirlitið við athugasemdum FÍB í gær. Fjármálaeftirlitið segist hafa ríkar heimildir til þess að hlutast til um rekstur vátryggingafélaganna, en þó einungis til þess að hlutast til um að rekstur þeirra samræmist þeim lögum, reglum og öðrum viðmiðum sem um starfsemina gilda. Þannig sé það rangt sem fram kemur í umfjöllun FÍB að Fjármálaeftirlitið geti „skipað þeim að endurgreiða vátryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin“. Þá segir FME að íslensk vátryggingafélög séu rekin sem hlutafélög og eigi vátryggingatakar því ekki bótasjóð líkt og FÍB haldi fram. Þessa staðhæfingu dregur Runólfur í efa og segir þetta nýja skýringu hjá FME. „Ég veit ekki hvernig þeir réttlæta þá að bótasjóðirnir séu eign eigenda tryggingafélaganna. Allir forstjórar tryggingafélaganna sögðu hér fyrir 20 árum að bótasjóðirnir væru eign bótaþola og vátryggingataka,“ segir Runólfur.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira