Vilja heiðra minningu Íslendinga sem féllu í seinna stríði Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 18:18 Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. Vísir/Getty/Anton 27 þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt tillögunni skal fela ríkisstjórninni að heiðra á varanlegan hátt minningu þeirra sem fórust og aðgerðaáætlun kynnt í formi þingsályktunartillögu fyrir árslok 2016.Fórum ekki varhluta af mannfalli Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir herleysi landsins hafi Íslendingar ekki farið varhluta af því mannfalli sem átök seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu í för með sér. Siglingar hafi verið landinu lífsnauðsyn því að flytja þurfti afurðir landsins út og birgja landið að hvers kyns nauðsynjum á stríðsárunum. Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. „Við Íslendingar og bandamenn allir stöndum í þakkarskuld við þá sem lögðu líf sitt að veði í þessum siglingum fullkomlega meðvitaðir um áhættuna. Fórnir þeirra sem fórust voru miklar og er löngu tímabært að heiðra minningu þeirra varanlega líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu þessari.“Löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar Í greinargerðinni segir að nú þegar sé að finna nokkur minnismerki um þá sem hafa látist á einstaka skipum, svo sem á Sjóminjasafninu um þá sem fórust með Dettifossi og Goðafossi. „Í einhverjum tilfellum eru grafreitir erlendra manna sem fórust við Ísland sérstaklega merktir. Jafnframt er við höfnina í Reykjavík yfirlit yfir öll skip sem farist hafa við Íslandsstrendur, m.a. á stríðsárunum. Ekki er fyrir að fara neinum varanlegum minnisvarða um alla þá Íslendinga sem taldir voru upp hér að framan. Er því löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar. Með hvaða hætti slíkt verður best gert skal nánar útfært af ríkisstjórn í samráði við sérfræðinga. Víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, hafa minnismerki um fallna verið reist í þeim bæjum sem viðkomandi einstaklingar voru frá, t.d. við kirkjur eða í kirkjugörðum. Einnig hefur verið farin sú leið að reisa styttu eða listaverk sem minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra sem létust eru talin upp, eins og gert er á Víetnam-minnismerkinu í Washington. Loks hafa margar þjóðir farið þá leið að tileinka árlega sérstakan dag minningu þessa fólks,“ segir í greinagerðinni þar sem einnig eru listaðir þeir Íslendingar sem vitað er til að fórust í stríðinu. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
27 þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt tillögunni skal fela ríkisstjórninni að heiðra á varanlegan hátt minningu þeirra sem fórust og aðgerðaáætlun kynnt í formi þingsályktunartillögu fyrir árslok 2016.Fórum ekki varhluta af mannfalli Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir herleysi landsins hafi Íslendingar ekki farið varhluta af því mannfalli sem átök seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu í för með sér. Siglingar hafi verið landinu lífsnauðsyn því að flytja þurfti afurðir landsins út og birgja landið að hvers kyns nauðsynjum á stríðsárunum. Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl. „Við Íslendingar og bandamenn allir stöndum í þakkarskuld við þá sem lögðu líf sitt að veði í þessum siglingum fullkomlega meðvitaðir um áhættuna. Fórnir þeirra sem fórust voru miklar og er löngu tímabært að heiðra minningu þeirra varanlega líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu þessari.“Löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar Í greinargerðinni segir að nú þegar sé að finna nokkur minnismerki um þá sem hafa látist á einstaka skipum, svo sem á Sjóminjasafninu um þá sem fórust með Dettifossi og Goðafossi. „Í einhverjum tilfellum eru grafreitir erlendra manna sem fórust við Ísland sérstaklega merktir. Jafnframt er við höfnina í Reykjavík yfirlit yfir öll skip sem farist hafa við Íslandsstrendur, m.a. á stríðsárunum. Ekki er fyrir að fara neinum varanlegum minnisvarða um alla þá Íslendinga sem taldir voru upp hér að framan. Er því löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar. Með hvaða hætti slíkt verður best gert skal nánar útfært af ríkisstjórn í samráði við sérfræðinga. Víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, hafa minnismerki um fallna verið reist í þeim bæjum sem viðkomandi einstaklingar voru frá, t.d. við kirkjur eða í kirkjugörðum. Einnig hefur verið farin sú leið að reisa styttu eða listaverk sem minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra sem létust eru talin upp, eins og gert er á Víetnam-minnismerkinu í Washington. Loks hafa margar þjóðir farið þá leið að tileinka árlega sérstakan dag minningu þessa fólks,“ segir í greinagerðinni þar sem einnig eru listaðir þeir Íslendingar sem vitað er til að fórust í stríðinu.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira