Sóknarfæri í íþrótta- og heilsufræði Jón Atli Benediktsson skrifar 20. febrúar 2016 17:06 Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólaráð Háskóla Íslands tók á fimmtudag ákvörðun um að flytja grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Er þar um að ræða námsbraut innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Menntavísindasviðs skólans, en meistaranámið er nú þegar kennt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám á 1. ári í þessari grein stundi það í Reykjavík en þeir nemendur sem þegar eru á Laugarvatni ljúka því þar. Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms úr þremur árum í fimm. Nú eru samtals um 40 nemendur í fullu námi (svokallaðir ársnemar) í grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en þeir þyrftu helst að vera þrefalt fleiri til þess að námsbrautin standi undir sér miðað við núverandi fjármögnunarlíkan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Til samanburðar má nefna að á árum áður voru um 40 til 50 nemendur í hverjum árgangi. Ákvörðun háskólaráðs byggir á niðurstöðum tveggja skýrslna sem unnar voru um málið af starfsfólki Háskóla Íslands á síðasta ári. Bornir voru saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa grunnnámið áfram á Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, og þeir kostnaðargreindir. Í greiningarvinnunni var meðal annars rætt við starfsfólk námsbrautarinnar, bæði á Laugarvatni og í Reykjavík, nemendur sem og fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila. Nefna má að fulltrúar starfsfólks námsbrautarinnar komu að gerð seinni skýrslunnar. Nú liggur niðurstaðan fyrir en markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur er að efla það og nýta til hlítar sóknarfæri tengd íþrótta- og heilsufræði. Háskóli Íslands býður nú þegar upp á fjölbreytt nám í þessum og tengdum greinum. Með uppbyggingu námsins í Reykjavík gefast aukin tækifæri á samnýtingu, samþættingu og samlegð við aðrar greinar. Háskóli Íslands hefur í öllu þessu ferli lagt áherslu á að leitast við að móta áframhaldandi starfsemi háskólans á Laugarvatni þó svo að hún yrði með breyttu sniði. Hugmyndir þar að lútandi hafa þegar verið kynntar fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og einnig fulltrúum Háskólafélags Suðurlands. Háskólinn hefur lagt áherslu á að næsta ár verði notað til þess að vinna málið áfram með framangreindum aðilum og eftir atvikum fleiri aðilum er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu ásamt akademískum stjórnendum innan Háskóla Íslands. Hins vegar er ljóst að ef af starfsemi á Laugarvatni á að verða er nauðsynlegt að tryggja henni bæði fjárhagslegan og faglegan grundvöll. Háskóli Islands er sjálfstæð stofnun sem að stórum hluta er rekin fyrir almannafé. Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning muni styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar