SA gagnrýna frumvarp um styttingu vinnuvikunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2016 15:24 Samtök atvinnulífsins telja sennilegt að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti ef verður að styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Valli Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00