Porsche fær "Bílaóskarinn“ Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 14:07 Porsche fékk "Best Brands" viðurkenningu. Porsche hlaut nýlega titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í útnefningu sem líkt hefur verið við Óskarsverðlaunin í kvikmyndaiðnaðinum. Að kosningunni kom ekki bara dómnefnd sérfræðinga heldur neytendur sjálfir. Saman fleyttu þeir Porsche í toppsætið í viðamikilli könnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið GfK stóð að. Titilinn “Best brand” hlýtur Porsche í flokki sportbílaframleiðenda. Dr. Kjell Gruner, yfirmaður markaðsmála hjá Porsche, tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Bayerischer Hof hótelinu í München, að viðstöddum 600 fulltrúum frá leiðandi fyrirtækjum og fjölmiðlum. Dæmi um verðlaun í öðrum flokkum eru vörumerkin Nivea og Amazon. Niðurstaðan byggir á mati eitt þúsund svarenda í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Dr. Kjell Gruner var inntur eftir því hvort áherslur í markaðssetningu Porsche væri mismunandi eftir löndum. „Í grundvallaratriðum tölum við einni röddu allsstaðar, ef svo má segja. Porsche er afar sterkt merki á alþjóðavísu og byggir á samræmdum skilaboðum í öllum kynningar- og markaðsmálum. Viðskiptavinir okkar eiga því að upplifa Porsche vörumerkið á sama hátt hjá umboðsaðilum í Kanada og Frakklandi svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu tökum við mið af þjóðfélagslegum þáttum, eins og menningu, í allri framsetningu. Svo er það persónubundið hvað fólk leggur til grundvallar í mati sínu, sumir horfa fyrst og fremst á tækni og akstursupplifun á meðan aðrir leggja mest upp úr hönnun og fegurð bílsins.“ Spurður út í þætti sem liggja að baki velgengni Porsche, svarar Dr. Kjell Gruner: „Þetta snýst um, að því er virðist, óskild atriði. Það vill segja; að okkar mati er Porsche, annars vegar, tákn um framúrskarandi akstursupplifun og keppnissport og hins vegar er Porsche fulltrúi fyrir notagildi og hámarks þægindi í amstri hversdagslífsins. Það er, sem sagt, samtvinnun þessara þátta, en ekki andstæður þeirra sem gera drauminn um að eignast Porsche svo algengan hjá öllum aldursflokkum.“ Bílabúð Benna er umboðsaðili Porsche á Íslandi. „Þessi heiður kemur okkur ekki á óvart, við höfum fundið fyrir miklum meðbyr með Porsche undanfarin misseri. Íslendingar kunna líka gott að meta,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Porsche hlaut nýlega titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í útnefningu sem líkt hefur verið við Óskarsverðlaunin í kvikmyndaiðnaðinum. Að kosningunni kom ekki bara dómnefnd sérfræðinga heldur neytendur sjálfir. Saman fleyttu þeir Porsche í toppsætið í viðamikilli könnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið GfK stóð að. Titilinn “Best brand” hlýtur Porsche í flokki sportbílaframleiðenda. Dr. Kjell Gruner, yfirmaður markaðsmála hjá Porsche, tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Bayerischer Hof hótelinu í München, að viðstöddum 600 fulltrúum frá leiðandi fyrirtækjum og fjölmiðlum. Dæmi um verðlaun í öðrum flokkum eru vörumerkin Nivea og Amazon. Niðurstaðan byggir á mati eitt þúsund svarenda í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Dr. Kjell Gruner var inntur eftir því hvort áherslur í markaðssetningu Porsche væri mismunandi eftir löndum. „Í grundvallaratriðum tölum við einni röddu allsstaðar, ef svo má segja. Porsche er afar sterkt merki á alþjóðavísu og byggir á samræmdum skilaboðum í öllum kynningar- og markaðsmálum. Viðskiptavinir okkar eiga því að upplifa Porsche vörumerkið á sama hátt hjá umboðsaðilum í Kanada og Frakklandi svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu tökum við mið af þjóðfélagslegum þáttum, eins og menningu, í allri framsetningu. Svo er það persónubundið hvað fólk leggur til grundvallar í mati sínu, sumir horfa fyrst og fremst á tækni og akstursupplifun á meðan aðrir leggja mest upp úr hönnun og fegurð bílsins.“ Spurður út í þætti sem liggja að baki velgengni Porsche, svarar Dr. Kjell Gruner: „Þetta snýst um, að því er virðist, óskild atriði. Það vill segja; að okkar mati er Porsche, annars vegar, tákn um framúrskarandi akstursupplifun og keppnissport og hins vegar er Porsche fulltrúi fyrir notagildi og hámarks þægindi í amstri hversdagslífsins. Það er, sem sagt, samtvinnun þessara þátta, en ekki andstæður þeirra sem gera drauminn um að eignast Porsche svo algengan hjá öllum aldursflokkum.“ Bílabúð Benna er umboðsaðili Porsche á Íslandi. „Þessi heiður kemur okkur ekki á óvart, við höfum fundið fyrir miklum meðbyr með Porsche undanfarin misseri. Íslendingar kunna líka gott að meta,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent