Réttlát málsmeðferð? Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson og Kristín Edwald skrifa 24. febrúar 2016 07:00 Mál sem Embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn fyrrverandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja hafa verið fyrirferðarmikil í réttarkerfinu og umfjöllun fjölmiðla síðari ár. Málin hafa iðulega verið mikil að vöxtum og algengt að málsgögn nemi þúsundum eða tugþúsundum blaðsíðna. Verjendur einstaklinganna sem sóttir hafa verið til saka í þessum málum hafa gagnrýnt starfsaðferðir embættisins, jafnt við rannsókn málanna sem meðferð þeirra fyrir dómi. Meðal þess sem sætt hefur gagnrýni er meðferð embættisins á gögnum sem aflað hefur verið við rannsókn málanna. Sökuðum mönnum er í lögum tryggður aðgangur að gögnum máls. Samkvæmt 37. gr. sakamálalaga skal verjandi „fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu“. Réttur sakaðs manns til aðgangs að sömu gögnum og ákæruvaldið hefur aflað við rannsókn máls er jafnframt ríkur þáttur í grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð sem birtist í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi mikilvæga regla hefur verið umfjöllunarefni í fjölmörgum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu. Við rannsókn Embættis sérstaks saksóknara á málefnum föllnu viðskiptabankanna hafa fyrrverandi starfsmenn og verjendur þeirra hvorki fengið afhent þau gögn sem aflað var við rannsóknina né aðstöðu til að kynna sér gögnin. Þess í stað hafa rannsakendur sjálfir lagt mat á það hvaða gögn teljast hafa sönnunargildi og hver ekki. Aðgangur verjendanna og skjólstæðinga þeirra er bundinn við þau gögn. Af því leiðir að margir sem sóttir hafa verið til saka fyrir meinta refsiverða háttsemi hafa átt þann kost einan að treysta því að starfsmenn embættisins hafi við þetta mat hugað jafnt að gögnum sem benda til sektar sem hinna sem leitt geta til sýknu. Mótmæli verjenda gegn starfsháttum embættisins og kröfur um aðgang að rannsóknargögnum hafa lítinn hljómgrunn fengið fyrir dómstólum. Við meðferð máls sem ákæruvaldið höfðaði gegn þremur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þar sem undirrituð voru verjendur og dæmt var 26. janúar sl. í Héraðsdómi Reykjavíkur, gerðist það hins vegar að ákærðu var veittur aðgangur að litlum hluta gagnanna sem ákæruvaldið hafði aflað við rannsókn málsins. Um var að ræða tölvupósthólf tveggja viðskiptastjóra en annar þeirra hafði gegnt lykilhlutverki við framkvæmd lánveitinganna sem ákæruvaldið taldi til umboðssvika. Í ákæru var fullyrt að lán hafi verið veitt án nokkurra trygginga. Ákærðu andmæltu þessu, m.a. á þeim grunni að andvirði lánanna hafi runnið til kaupa á skuldabréfum útgefnum af Deutsche Bank. Töldu ákærðu að skuldabréfin hefðu verið í vörslum bankans og staðið til tryggingar umræddum lánum.Aðgangur að gögnum skipti sköpum Það tók ákærðu og verjendur fáeinar klukkustundir að finna gögn í tölvupósthólfi annars viðskiptastjórans þar sem sjá mátti að skuldabréfin voru kyrfilega veðsett bankanum. Meðal gagnanna voru skjámyndir úr tölvukerfum bankans sem sýndu glöggt varðveislu skuldabréfanna, sem voru rafrænt skráð, auk samskipta milli starfsmanna bankans um þetta efni. Í dómi héraðsdóms var vísað til þessara nýju gagna, auk framburða ákærðu og vitna sem voru í samræmi við gögnin, og komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar í ákæru um að lánin hafi verið veitt án trygginga væru rangar. Þegar af þessari ástæðu voru ákærðu sýknaðir. Ákæruvaldið reyndi á öllum stigum málsins að koma í veg fyrir að ákærðu kæmust í þessi gögn. Niðurstöðu héraðsdóms um aðgang skaut ákæruvaldið til Hæstaréttar. Þeirri kæru var vísað frá af formsástæðum. Ákæruvaldið barðist einnig gegn því að gögn sem fundust við leit ákærðu og verjenda þeirra kæmust að í dómsmálinu og skaut þeim ágreiningi einnig til Hæstaréttar en aftur án árangurs. Ákvörðun dómara um að veita ákærðu þennan takmarkaða aðgang að gögnum skipti hér sköpum við úrlausn málsins. Ef kröfum ákærðu hefði verið hafnað er ljóst að mikilvæg gögn hefðu aldrei komið fyrir augu dómara málsins. Málið hefði þá verið dæmt á grundvelli þeirra gagna einna sem ákæruvaldið taldi máli skipta. Sú staða hefur verið uppi í öðrum málum sem rekin hafa verið á hendur þessum sömu einstaklingum og mörgum öðrum. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Hvernig samrýmist þetta framangreindum grundvallarreglum um jafnan aðgang ákæruvalds og ákærðu að gögnum?vísir/stefán Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Mál sem Embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn fyrrverandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja hafa verið fyrirferðarmikil í réttarkerfinu og umfjöllun fjölmiðla síðari ár. Málin hafa iðulega verið mikil að vöxtum og algengt að málsgögn nemi þúsundum eða tugþúsundum blaðsíðna. Verjendur einstaklinganna sem sóttir hafa verið til saka í þessum málum hafa gagnrýnt starfsaðferðir embættisins, jafnt við rannsókn málanna sem meðferð þeirra fyrir dómi. Meðal þess sem sætt hefur gagnrýni er meðferð embættisins á gögnum sem aflað hefur verið við rannsókn málanna. Sökuðum mönnum er í lögum tryggður aðgangur að gögnum máls. Samkvæmt 37. gr. sakamálalaga skal verjandi „fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu“. Réttur sakaðs manns til aðgangs að sömu gögnum og ákæruvaldið hefur aflað við rannsókn máls er jafnframt ríkur þáttur í grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð sem birtist í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi mikilvæga regla hefur verið umfjöllunarefni í fjölmörgum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu. Við rannsókn Embættis sérstaks saksóknara á málefnum föllnu viðskiptabankanna hafa fyrrverandi starfsmenn og verjendur þeirra hvorki fengið afhent þau gögn sem aflað var við rannsóknina né aðstöðu til að kynna sér gögnin. Þess í stað hafa rannsakendur sjálfir lagt mat á það hvaða gögn teljast hafa sönnunargildi og hver ekki. Aðgangur verjendanna og skjólstæðinga þeirra er bundinn við þau gögn. Af því leiðir að margir sem sóttir hafa verið til saka fyrir meinta refsiverða háttsemi hafa átt þann kost einan að treysta því að starfsmenn embættisins hafi við þetta mat hugað jafnt að gögnum sem benda til sektar sem hinna sem leitt geta til sýknu. Mótmæli verjenda gegn starfsháttum embættisins og kröfur um aðgang að rannsóknargögnum hafa lítinn hljómgrunn fengið fyrir dómstólum. Við meðferð máls sem ákæruvaldið höfðaði gegn þremur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þar sem undirrituð voru verjendur og dæmt var 26. janúar sl. í Héraðsdómi Reykjavíkur, gerðist það hins vegar að ákærðu var veittur aðgangur að litlum hluta gagnanna sem ákæruvaldið hafði aflað við rannsókn málsins. Um var að ræða tölvupósthólf tveggja viðskiptastjóra en annar þeirra hafði gegnt lykilhlutverki við framkvæmd lánveitinganna sem ákæruvaldið taldi til umboðssvika. Í ákæru var fullyrt að lán hafi verið veitt án nokkurra trygginga. Ákærðu andmæltu þessu, m.a. á þeim grunni að andvirði lánanna hafi runnið til kaupa á skuldabréfum útgefnum af Deutsche Bank. Töldu ákærðu að skuldabréfin hefðu verið í vörslum bankans og staðið til tryggingar umræddum lánum.Aðgangur að gögnum skipti sköpum Það tók ákærðu og verjendur fáeinar klukkustundir að finna gögn í tölvupósthólfi annars viðskiptastjórans þar sem sjá mátti að skuldabréfin voru kyrfilega veðsett bankanum. Meðal gagnanna voru skjámyndir úr tölvukerfum bankans sem sýndu glöggt varðveislu skuldabréfanna, sem voru rafrænt skráð, auk samskipta milli starfsmanna bankans um þetta efni. Í dómi héraðsdóms var vísað til þessara nýju gagna, auk framburða ákærðu og vitna sem voru í samræmi við gögnin, og komist að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar í ákæru um að lánin hafi verið veitt án trygginga væru rangar. Þegar af þessari ástæðu voru ákærðu sýknaðir. Ákæruvaldið reyndi á öllum stigum málsins að koma í veg fyrir að ákærðu kæmust í þessi gögn. Niðurstöðu héraðsdóms um aðgang skaut ákæruvaldið til Hæstaréttar. Þeirri kæru var vísað frá af formsástæðum. Ákæruvaldið barðist einnig gegn því að gögn sem fundust við leit ákærðu og verjenda þeirra kæmust að í dómsmálinu og skaut þeim ágreiningi einnig til Hæstaréttar en aftur án árangurs. Ákvörðun dómara um að veita ákærðu þennan takmarkaða aðgang að gögnum skipti hér sköpum við úrlausn málsins. Ef kröfum ákærðu hefði verið hafnað er ljóst að mikilvæg gögn hefðu aldrei komið fyrir augu dómara málsins. Málið hefði þá verið dæmt á grundvelli þeirra gagna einna sem ákæruvaldið taldi máli skipta. Sú staða hefur verið uppi í öðrum málum sem rekin hafa verið á hendur þessum sömu einstaklingum og mörgum öðrum. Er ekki eitthvað rangt við þetta? Hvernig samrýmist þetta framangreindum grundvallarreglum um jafnan aðgang ákæruvalds og ákærðu að gögnum?vísir/stefán
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun