Heimilisandinn heldur sér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 13:45 Hér er Erna í hinum nýja endurhæfingarsal Ljóssins. Vísir/Anton Brink „Aðstaðan hefur tekið algerum stakkaskiptum hjá okkur,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, um þær breytingar sem orðið hafa á húsakynnum heimilisins við Langholtsveg 43. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og þangað komu vel yfir fimmtán þúsund manns á síðasta ári. Húsnæðið var orðið of þröngt og því segir Erna það hafa verið fagnaðarefni þegar Styrktar-og líknarsjóður Oddfellow ákvað að fjármagna stækkun þess og endurbætur. Bak við gamla húsið (sem áður hýsti Landsbankann) var byggður lyftu- og stigagangur og fullkominn sjúkraþjálfunarsalur ofan á flatt þak sem tengist rishæð gamla hússins. Auk þess var allt húsið klætt utan, innviðir eldri byggingarinnar teknir í gegn og gamlir stigar fjarlægðir. „Þetta stækkar húsnæðið okkar um 120-130 fermetra og gjörbreytir allri aðstöðu. Allt er eins og nýtt en hinn heimilislegi andi hefur alveg haldið sér. Það skiptir öllu máli hjá okkur,“ segir Erna kát.Ljósið varð tíu ára á síðasta ári. Erna hóf starfsemina ein í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju haustið 2005, með hugsjónina að vopni. „Ég var sjálfboðaliði hjá sjálfri mér með tvær hendur tómar,“ rifjar hún upp. „Svo var sjálfseignarstofnunin Ljósið sett á laggirnar 2006 og þá var skipuð stjórn.“ Nú er Ljósið með ellefu föst stöðugildi. „Við eigum þetta hús skuldlaust en erum alltaf að safna fyrir helmingi þess sem við þurfum til að reka þetta apparat. Ríkið sér um hinn. Til dæmis erum við núna að hringja út og safna Ljósavinum sem borga árgjald einu sinni á ári. Afmælistónleikar í haust öfluðu okkur fjár og við tökum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddfellow hefur styrkt okkur frá upphafi og líka Kiwanis og Lions. Það bjargar okkur.“ Eldmóður er í Ernu sem fyrr. „Við erum alltaf að þróa starfsemina og bæta og það er þverfaglegur hópur sem starfar hér núna. Stefnan er alltaf að styðja alla fjölskylduna. Það eru til dæmis fimmtán börn á námskeiði hjá okkur núna, á aldrinum sex til þrettán ára. Ég held þetta sé eina endurhæfingin á Íslandi sem aðstandandi getur komið með í. Krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist. Það skiptir máli að allir séu þátttakendur og hjálpist að.“ Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Aðstaðan hefur tekið algerum stakkaskiptum hjá okkur,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, um þær breytingar sem orðið hafa á húsakynnum heimilisins við Langholtsveg 43. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og þangað komu vel yfir fimmtán þúsund manns á síðasta ári. Húsnæðið var orðið of þröngt og því segir Erna það hafa verið fagnaðarefni þegar Styrktar-og líknarsjóður Oddfellow ákvað að fjármagna stækkun þess og endurbætur. Bak við gamla húsið (sem áður hýsti Landsbankann) var byggður lyftu- og stigagangur og fullkominn sjúkraþjálfunarsalur ofan á flatt þak sem tengist rishæð gamla hússins. Auk þess var allt húsið klætt utan, innviðir eldri byggingarinnar teknir í gegn og gamlir stigar fjarlægðir. „Þetta stækkar húsnæðið okkar um 120-130 fermetra og gjörbreytir allri aðstöðu. Allt er eins og nýtt en hinn heimilislegi andi hefur alveg haldið sér. Það skiptir öllu máli hjá okkur,“ segir Erna kát.Ljósið varð tíu ára á síðasta ári. Erna hóf starfsemina ein í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju haustið 2005, með hugsjónina að vopni. „Ég var sjálfboðaliði hjá sjálfri mér með tvær hendur tómar,“ rifjar hún upp. „Svo var sjálfseignarstofnunin Ljósið sett á laggirnar 2006 og þá var skipuð stjórn.“ Nú er Ljósið með ellefu föst stöðugildi. „Við eigum þetta hús skuldlaust en erum alltaf að safna fyrir helmingi þess sem við þurfum til að reka þetta apparat. Ríkið sér um hinn. Til dæmis erum við núna að hringja út og safna Ljósavinum sem borga árgjald einu sinni á ári. Afmælistónleikar í haust öfluðu okkur fjár og við tökum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddfellow hefur styrkt okkur frá upphafi og líka Kiwanis og Lions. Það bjargar okkur.“ Eldmóður er í Ernu sem fyrr. „Við erum alltaf að þróa starfsemina og bæta og það er þverfaglegur hópur sem starfar hér núna. Stefnan er alltaf að styðja alla fjölskylduna. Það eru til dæmis fimmtán börn á námskeiði hjá okkur núna, á aldrinum sex til þrettán ára. Ég held þetta sé eina endurhæfingin á Íslandi sem aðstandandi getur komið með í. Krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist. Það skiptir máli að allir séu þátttakendur og hjálpist að.“
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira