Heimilisandinn heldur sér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 13:45 Hér er Erna í hinum nýja endurhæfingarsal Ljóssins. Vísir/Anton Brink „Aðstaðan hefur tekið algerum stakkaskiptum hjá okkur,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, um þær breytingar sem orðið hafa á húsakynnum heimilisins við Langholtsveg 43. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og þangað komu vel yfir fimmtán þúsund manns á síðasta ári. Húsnæðið var orðið of þröngt og því segir Erna það hafa verið fagnaðarefni þegar Styrktar-og líknarsjóður Oddfellow ákvað að fjármagna stækkun þess og endurbætur. Bak við gamla húsið (sem áður hýsti Landsbankann) var byggður lyftu- og stigagangur og fullkominn sjúkraþjálfunarsalur ofan á flatt þak sem tengist rishæð gamla hússins. Auk þess var allt húsið klætt utan, innviðir eldri byggingarinnar teknir í gegn og gamlir stigar fjarlægðir. „Þetta stækkar húsnæðið okkar um 120-130 fermetra og gjörbreytir allri aðstöðu. Allt er eins og nýtt en hinn heimilislegi andi hefur alveg haldið sér. Það skiptir öllu máli hjá okkur,“ segir Erna kát.Ljósið varð tíu ára á síðasta ári. Erna hóf starfsemina ein í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju haustið 2005, með hugsjónina að vopni. „Ég var sjálfboðaliði hjá sjálfri mér með tvær hendur tómar,“ rifjar hún upp. „Svo var sjálfseignarstofnunin Ljósið sett á laggirnar 2006 og þá var skipuð stjórn.“ Nú er Ljósið með ellefu föst stöðugildi. „Við eigum þetta hús skuldlaust en erum alltaf að safna fyrir helmingi þess sem við þurfum til að reka þetta apparat. Ríkið sér um hinn. Til dæmis erum við núna að hringja út og safna Ljósavinum sem borga árgjald einu sinni á ári. Afmælistónleikar í haust öfluðu okkur fjár og við tökum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddfellow hefur styrkt okkur frá upphafi og líka Kiwanis og Lions. Það bjargar okkur.“ Eldmóður er í Ernu sem fyrr. „Við erum alltaf að þróa starfsemina og bæta og það er þverfaglegur hópur sem starfar hér núna. Stefnan er alltaf að styðja alla fjölskylduna. Það eru til dæmis fimmtán börn á námskeiði hjá okkur núna, á aldrinum sex til þrettán ára. Ég held þetta sé eina endurhæfingin á Íslandi sem aðstandandi getur komið með í. Krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist. Það skiptir máli að allir séu þátttakendur og hjálpist að.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Aðstaðan hefur tekið algerum stakkaskiptum hjá okkur,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, um þær breytingar sem orðið hafa á húsakynnum heimilisins við Langholtsveg 43. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og þangað komu vel yfir fimmtán þúsund manns á síðasta ári. Húsnæðið var orðið of þröngt og því segir Erna það hafa verið fagnaðarefni þegar Styrktar-og líknarsjóður Oddfellow ákvað að fjármagna stækkun þess og endurbætur. Bak við gamla húsið (sem áður hýsti Landsbankann) var byggður lyftu- og stigagangur og fullkominn sjúkraþjálfunarsalur ofan á flatt þak sem tengist rishæð gamla hússins. Auk þess var allt húsið klætt utan, innviðir eldri byggingarinnar teknir í gegn og gamlir stigar fjarlægðir. „Þetta stækkar húsnæðið okkar um 120-130 fermetra og gjörbreytir allri aðstöðu. Allt er eins og nýtt en hinn heimilislegi andi hefur alveg haldið sér. Það skiptir öllu máli hjá okkur,“ segir Erna kát.Ljósið varð tíu ára á síðasta ári. Erna hóf starfsemina ein í gamla safnaðarheimilinu í Neskirkju haustið 2005, með hugsjónina að vopni. „Ég var sjálfboðaliði hjá sjálfri mér með tvær hendur tómar,“ rifjar hún upp. „Svo var sjálfseignarstofnunin Ljósið sett á laggirnar 2006 og þá var skipuð stjórn.“ Nú er Ljósið með ellefu föst stöðugildi. „Við eigum þetta hús skuldlaust en erum alltaf að safna fyrir helmingi þess sem við þurfum til að reka þetta apparat. Ríkið sér um hinn. Til dæmis erum við núna að hringja út og safna Ljósavinum sem borga árgjald einu sinni á ári. Afmælistónleikar í haust öfluðu okkur fjár og við tökum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Oddfellow hefur styrkt okkur frá upphafi og líka Kiwanis og Lions. Það bjargar okkur.“ Eldmóður er í Ernu sem fyrr. „Við erum alltaf að þróa starfsemina og bæta og það er þverfaglegur hópur sem starfar hér núna. Stefnan er alltaf að styðja alla fjölskylduna. Það eru til dæmis fimmtán börn á námskeiði hjá okkur núna, á aldrinum sex til þrettán ára. Ég held þetta sé eina endurhæfingin á Íslandi sem aðstandandi getur komið með í. Krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist. Það skiptir máli að allir séu þátttakendur og hjálpist að.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira