Börnin okkar eru til fyrirmyndar Elsa Lára Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2016 11:08 Öll viljum við búa í fjölskylduvænu samfélagi. Samvera fjölskyldunnar er mikilvægur þáttur í þroska og velferð barna og unglinga og því er gleðilegt að sjá hvað samverustundum hefur fjölgað síðustu 10 ár. Í nýbirtum Félagsvísum sem Velferðarráðuneytið gefur út kemur þessi afgerandi þróun í ljós. Á einungis 10 árum hefur fjöldi barna á aldrinum 14 - 15 ára, sem segjast verja tíma með foreldrum sínum oft eða nær alltaf um helgar, farið úr 37% árið 2006 og í 63% árið 2014.Minnkandi notkun áfengis og tóbaksLífsvenjur barna og unglinga á Íslandi hafa tekið miklum breytingum til hins betra síðasta áratuginn. Regluleg íþróttaiðkun barna á aldrinum 14 - 15 ára hefur aukist úr 31,8% árið 2006 í 39% árið 2014 og á sama tíma hefur notkun áfengis og tóbaks dregist saman. Fyrir 10 árum sögðust 12% 15 ára barna reykja eina eða fleiri sígarettur á dag en árið 2015 var hlutfallið farið niður í 2,5%. Þróunin er þó enn jákvæðari þegar þróun á notkun áfengis er skoðuð. Á þessum sama tíma hefur notkun áfengis 15 ára unglinga farið úr 26% niður í 4,6%. Ætla má að hér séu mismunandi áhrifavaldar að verkum. Forvarnir og fræðsla hefur aukist til muna og heilbrigði og hreysti hefur blessunarlega komist í tísku, ef svo má segja. Aukin samvera fjölskyldunnar er einnig stór þáttur í breyttu lífsmynstri og hafa breytingar á vinnumarkaði, t.a.m. sveigjanlegir vinnutímar og fjölskyldustefnur fyrirtækja, mikið að segja.Fjölskylduvænna samfélag Það er ekki sjálfgefið að þróunin sé með þessum þætti og við megum alls ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að stjórnvöld hverju sinni leggi áherslu á að viðhalda og bæta það fjölskylduvæna samfélag sem hér hefur skapast. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum og þurfum við að gera betur í þeim efnum. Þar má nefna styttingu vinnuvikunnar og samfellu milli fæðingarorlofs og leikskóla, eins og kom fram í tillögum verkefnisstjórnar Velferðarráðuneytisins sem miða að samþættingu fjölskyldu – og atvinnulífs. Við getum þó sannarlega glaðst yfir því hve langt við höfum náð nú þegar og það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum hjá þessari frábæru kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Öll viljum við búa í fjölskylduvænu samfélagi. Samvera fjölskyldunnar er mikilvægur þáttur í þroska og velferð barna og unglinga og því er gleðilegt að sjá hvað samverustundum hefur fjölgað síðustu 10 ár. Í nýbirtum Félagsvísum sem Velferðarráðuneytið gefur út kemur þessi afgerandi þróun í ljós. Á einungis 10 árum hefur fjöldi barna á aldrinum 14 - 15 ára, sem segjast verja tíma með foreldrum sínum oft eða nær alltaf um helgar, farið úr 37% árið 2006 og í 63% árið 2014.Minnkandi notkun áfengis og tóbaksLífsvenjur barna og unglinga á Íslandi hafa tekið miklum breytingum til hins betra síðasta áratuginn. Regluleg íþróttaiðkun barna á aldrinum 14 - 15 ára hefur aukist úr 31,8% árið 2006 í 39% árið 2014 og á sama tíma hefur notkun áfengis og tóbaks dregist saman. Fyrir 10 árum sögðust 12% 15 ára barna reykja eina eða fleiri sígarettur á dag en árið 2015 var hlutfallið farið niður í 2,5%. Þróunin er þó enn jákvæðari þegar þróun á notkun áfengis er skoðuð. Á þessum sama tíma hefur notkun áfengis 15 ára unglinga farið úr 26% niður í 4,6%. Ætla má að hér séu mismunandi áhrifavaldar að verkum. Forvarnir og fræðsla hefur aukist til muna og heilbrigði og hreysti hefur blessunarlega komist í tísku, ef svo má segja. Aukin samvera fjölskyldunnar er einnig stór þáttur í breyttu lífsmynstri og hafa breytingar á vinnumarkaði, t.a.m. sveigjanlegir vinnutímar og fjölskyldustefnur fyrirtækja, mikið að segja.Fjölskylduvænna samfélag Það er ekki sjálfgefið að þróunin sé með þessum þætti og við megum alls ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að stjórnvöld hverju sinni leggi áherslu á að viðhalda og bæta það fjölskylduvæna samfélag sem hér hefur skapast. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum og þurfum við að gera betur í þeim efnum. Þar má nefna styttingu vinnuvikunnar og samfellu milli fæðingarorlofs og leikskóla, eins og kom fram í tillögum verkefnisstjórnar Velferðarráðuneytisins sem miða að samþættingu fjölskyldu – og atvinnulífs. Við getum þó sannarlega glaðst yfir því hve langt við höfum náð nú þegar og það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum hjá þessari frábæru kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar