Fallist hefur verið á 2 vikna vopnahlé Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Tveggja vikna vopnahlé á að hefjast í Sýrlandi í dag, samkvæmt hugmyndum sem Rússland og Bandaríkin kynntu í byrjun vikunnar. Bæði stjórnarher Bashars al Assad forseta landsins og nærri hundrað hópar uppreisnarmanna hafa fallist á vopnahléið. Samkomulagið nær þó ekki til hryðjuverkasamtaka á borð við Íslamska ríkið (DAISH) og al Nusra-fylkinguna, sem hafa stóra hluta landsins á sínu valdi. Uppreisnarmenn tóku fram, þegar þeir gáfu samþykki sitt í gær, að hvorki stjórnarherinn né bandamenn hans mættu gera árásir undir því yfirskini að verið væri að berjast gegn hryðjuverkasamtökum. Allt eftirlit með vopnahléinu verður flóknara vegna þess að al Nusra-samtökin, sem tengjast al Kaída, hafa átt í margvíslegu samstarfi við aðra hópa uppreisnarmanna, sem þykja hófsamari og eru með í vopnahléinu. Ekki síst þykir hætta á því að rússneski herinn, sem hefur stutt stjórn Assads með loftárásum á uppreisnarmenn, haldi áfram árásum sínum og geri þá ekki frekar en hingað til alltaf skýran greinarmun á því hvort sprengjurnar lendi á DAISH-liðum eða uppreisnarhópum, sem ekki hafa verið flokkaðir sem hryðjuverkasamtök. Átökum og loftárásum var haldið áfram af fullum krafti í Sýrlandi í gær, daginn áður en vopnahléið átti að hefjast. Meðal annars gerðu Rússar óvenju harðar loftárásir á svæði uppreisnarmanna austan við höfuðborgina Damaskus og víðar. Stjórnarherinn gerði einnig harðar loftárásir. „Það er eins og þeir vilji beygja uppreisnarmenn á þessum svæðum eða skora einhver stig áður en vopnahléið hefst,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem er yfirmaður mannréttindasamtakanna SOHR sem hafa fylgst grannt með átökunum í Sýrlandi. Samtökin hafa aðsetur í Bretlandi en skammstöfunin stendur fyrir The Syrian Observatory for Human Rights, eða Sýrlenska mannréttindaeftirlitið. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín forseti Rússlands fögnuðu því að stjórn Sýrlands og stjórnarandstæðingar skyldu hafa fallist á að hætta að berjast. Pútín tók þó fram að rússneski herinn myndi halda áfram að gera árásir á hryðjuverkamenn. Og Obama sagði augljóst að bardagar í Sýrlandi myndu halda áfram, enda væru hryðjuverksamtökin ekki aðilar að samkomulaginu. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Tveggja vikna vopnahlé á að hefjast í Sýrlandi í dag, samkvæmt hugmyndum sem Rússland og Bandaríkin kynntu í byrjun vikunnar. Bæði stjórnarher Bashars al Assad forseta landsins og nærri hundrað hópar uppreisnarmanna hafa fallist á vopnahléið. Samkomulagið nær þó ekki til hryðjuverkasamtaka á borð við Íslamska ríkið (DAISH) og al Nusra-fylkinguna, sem hafa stóra hluta landsins á sínu valdi. Uppreisnarmenn tóku fram, þegar þeir gáfu samþykki sitt í gær, að hvorki stjórnarherinn né bandamenn hans mættu gera árásir undir því yfirskini að verið væri að berjast gegn hryðjuverkasamtökum. Allt eftirlit með vopnahléinu verður flóknara vegna þess að al Nusra-samtökin, sem tengjast al Kaída, hafa átt í margvíslegu samstarfi við aðra hópa uppreisnarmanna, sem þykja hófsamari og eru með í vopnahléinu. Ekki síst þykir hætta á því að rússneski herinn, sem hefur stutt stjórn Assads með loftárásum á uppreisnarmenn, haldi áfram árásum sínum og geri þá ekki frekar en hingað til alltaf skýran greinarmun á því hvort sprengjurnar lendi á DAISH-liðum eða uppreisnarhópum, sem ekki hafa verið flokkaðir sem hryðjuverkasamtök. Átökum og loftárásum var haldið áfram af fullum krafti í Sýrlandi í gær, daginn áður en vopnahléið átti að hefjast. Meðal annars gerðu Rússar óvenju harðar loftárásir á svæði uppreisnarmanna austan við höfuðborgina Damaskus og víðar. Stjórnarherinn gerði einnig harðar loftárásir. „Það er eins og þeir vilji beygja uppreisnarmenn á þessum svæðum eða skora einhver stig áður en vopnahléið hefst,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem er yfirmaður mannréttindasamtakanna SOHR sem hafa fylgst grannt með átökunum í Sýrlandi. Samtökin hafa aðsetur í Bretlandi en skammstöfunin stendur fyrir The Syrian Observatory for Human Rights, eða Sýrlenska mannréttindaeftirlitið. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín forseti Rússlands fögnuðu því að stjórn Sýrlands og stjórnarandstæðingar skyldu hafa fallist á að hætta að berjast. Pútín tók þó fram að rússneski herinn myndi halda áfram að gera árásir á hryðjuverkamenn. Og Obama sagði augljóst að bardagar í Sýrlandi myndu halda áfram, enda væru hryðjuverksamtökin ekki aðilar að samkomulaginu.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira