Góður árangur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 1. mars 2016 07:00 Lífeyrissjóður verzlunarmanna kynnir þessa dagana afar góða afkomu ársins 2015. Svo skemmtilega vill til að um leið fagnar sjóðurinn 60 ára afmæli starfsemi sinnar, en hann var stofnaður hinn 1. febrúar 1956. Lífeyrissjóður verzlunarmanna getur nú á 60 ára afmæli sínu kynnt sjóðfélögum sínum sérstaklega sterka stöðu til að standa undir skuldbindingum sínum til að greiða þeim lífeyri. Tryggingafræðileg staða sjóðsins, sem er helsti mælikvarðinn á styrk hans og getu til að standa undir skuldbindingum sínum, var um áramót jákvæð sem nemur 8,7% samanborið við 5,1% árið áður. Hrein raunávöxtun sjóðsins var 10,2% og fimm ára meðalraunávöxtun 7,3%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var um síðastliðin áramót 584 milljarðar króna, 75 milljörðum hærri en árið áður. Sjóðurinn hefur því hvort tveggja aukist að stærð og styrk undanfarin ár. Gjaldeyrishöftin hafa þó dregið úr möguleikum til að auka fjárfestingar sjóðsins erlendis. Smá, en mikilvæg, skref voru þó tekin á síðasta ári til að lífeyrissjóðir landsins gætu fjárfest erlendis, samtals fyrir 10 milljarða króna, og nýtti Lífeyrissjóður verzlunarmanna sinn hluta þeirrar heimildar til fulls. Stjórnvöld hafa ákveðið að auka við þessa heimild á þessu ári og er það vel, enda nauðsynlegt lífeyrissjóðunum að auka áhættudreifingu sína með þeim hætti að fjárfesta bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Langtíma árangur hefur einnig verið góður af starfsemi sjóðsins og afkoma góð eins og best sést af því að skoða meðaltals raunávöxtun á ári undanfarin 20 ár, en hún er 4,9% sem hlýtur að teljast vera ákaflega góður árangur.Krefjandi viðfangsefni Umræður eru hafnar um það krefjandi viðfangsefni sem bíður stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðanna sem og sjóðfélaganna: Hvernig skuli bregðast við hækkandi aldri þjóðarinnar. Ljóst er að hærri aldur, sem í sjálfu sér eru góð tíðindi, veldur því að enn meiri nauðsyn verður á því en nokkru sinni fyrr að lífeyrissjóðirnir nái góðum árangri, þar sem þeir þurfa að standa undir lífeyrisgreiðslum í lengri tíma en áður. Hinn góði árangur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna undanfarin ár og áratugi tryggir að sjóðurinn er tiltölulega vel undir það verkefni búinn. Hvernig það verður nákvæmlega útfært verður þó ekki ljóst fyrr en síðar á árinu með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og lífeyrissjóðanna. Lífeyrisgreiðslur hafa aukist jafnt og þétt frá ári til árs. Það gerist hvort tveggja vegna hækkandi aldurs sjóðfélaganna og þá um leið fjölgunar lífeyrisþega, en einnig vegna þess að hver árgangur hefur að jafnaði áunnið sér meiri réttindi en fyrri árgangar. Árið 2015 námu heildar lífeyrisgreiðslur 10.464 milljónum króna sem þýðir að Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn stærsti launagreiðandi landsins, ef svo má að orði komast. Fyrir hönd stjórnar óska ég Lífeyrissjóði verzlunarmanna og sjóðfélögum öllum velfarnaðar á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kynnir þessa dagana afar góða afkomu ársins 2015. Svo skemmtilega vill til að um leið fagnar sjóðurinn 60 ára afmæli starfsemi sinnar, en hann var stofnaður hinn 1. febrúar 1956. Lífeyrissjóður verzlunarmanna getur nú á 60 ára afmæli sínu kynnt sjóðfélögum sínum sérstaklega sterka stöðu til að standa undir skuldbindingum sínum til að greiða þeim lífeyri. Tryggingafræðileg staða sjóðsins, sem er helsti mælikvarðinn á styrk hans og getu til að standa undir skuldbindingum sínum, var um áramót jákvæð sem nemur 8,7% samanborið við 5,1% árið áður. Hrein raunávöxtun sjóðsins var 10,2% og fimm ára meðalraunávöxtun 7,3%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var um síðastliðin áramót 584 milljarðar króna, 75 milljörðum hærri en árið áður. Sjóðurinn hefur því hvort tveggja aukist að stærð og styrk undanfarin ár. Gjaldeyrishöftin hafa þó dregið úr möguleikum til að auka fjárfestingar sjóðsins erlendis. Smá, en mikilvæg, skref voru þó tekin á síðasta ári til að lífeyrissjóðir landsins gætu fjárfest erlendis, samtals fyrir 10 milljarða króna, og nýtti Lífeyrissjóður verzlunarmanna sinn hluta þeirrar heimildar til fulls. Stjórnvöld hafa ákveðið að auka við þessa heimild á þessu ári og er það vel, enda nauðsynlegt lífeyrissjóðunum að auka áhættudreifingu sína með þeim hætti að fjárfesta bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Langtíma árangur hefur einnig verið góður af starfsemi sjóðsins og afkoma góð eins og best sést af því að skoða meðaltals raunávöxtun á ári undanfarin 20 ár, en hún er 4,9% sem hlýtur að teljast vera ákaflega góður árangur.Krefjandi viðfangsefni Umræður eru hafnar um það krefjandi viðfangsefni sem bíður stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóðanna sem og sjóðfélaganna: Hvernig skuli bregðast við hækkandi aldri þjóðarinnar. Ljóst er að hærri aldur, sem í sjálfu sér eru góð tíðindi, veldur því að enn meiri nauðsyn verður á því en nokkru sinni fyrr að lífeyrissjóðirnir nái góðum árangri, þar sem þeir þurfa að standa undir lífeyrisgreiðslum í lengri tíma en áður. Hinn góði árangur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna undanfarin ár og áratugi tryggir að sjóðurinn er tiltölulega vel undir það verkefni búinn. Hvernig það verður nákvæmlega útfært verður þó ekki ljóst fyrr en síðar á árinu með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og lífeyrissjóðanna. Lífeyrisgreiðslur hafa aukist jafnt og þétt frá ári til árs. Það gerist hvort tveggja vegna hækkandi aldurs sjóðfélaganna og þá um leið fjölgunar lífeyrisþega, en einnig vegna þess að hver árgangur hefur að jafnaði áunnið sér meiri réttindi en fyrri árgangar. Árið 2015 námu heildar lífeyrisgreiðslur 10.464 milljónum króna sem þýðir að Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn stærsti launagreiðandi landsins, ef svo má að orði komast. Fyrir hönd stjórnar óska ég Lífeyrissjóði verzlunarmanna og sjóðfélögum öllum velfarnaðar á komandi árum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar