Formaður Femínistafélags Verzló: „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 11:21 „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
„Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30