Formaður Femínistafélags Verzló: „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 11:21 „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun. Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu. Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn. Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. „Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli. Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Ákveðið var að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. 10. febrúar 2016 11:30