Samtal um samkeppni Páll Gunnar Pálsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári hleypti Samkeppniseftirlitið af stokkunum fundaröð undir samheitinu „Samtal um samkeppni“. Fundunum er ætlað að vera umræðuvettvangur um samkeppnismál, þar sem tækifæri gefst til þess að ræða hverju hafi verið áorkað og hver séu brýnustu viðfangsefnin framundan. Með þessu er Samkeppniseftirlitið að leggja við hlustir, koma á framfæri leiðbeiningum og taka við sjónarmiðum frá atvinnulífi, stjórnvöldum og neytendum. Áhrif stjórnvalda á samkeppni Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var haldinn þann 3. desember sl., en þar hélt sérfræðingur frá samkeppnisdeild OECD erindi um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Fjallaði hann um þýðingu þess að stjórnvöld mætu samkeppnisleg áhrif laga og reglna og stuðluðu þannig að færri samkeppnishindrunum og minni reglubyrði. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir rannsóknum sem sýna að samkeppnismat laga og reglna á tilteknum markaði er líklegt til þess að skila um 20% lægra verði á vöru eða þjónustu en ella væri. Í framhaldi af fundinum hefur Samkeppniseftirlitið fylgt málefninu eftir gagnvart einstökum ráðuneytum. Föstudaginn 12. febrúar sl. efndi Samkeppniseftirlitið til lokaðs umræðufundar um samkeppni í landbúnaði. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn í landbúnaði, fulltrúar hagsmunasamtaka á vettvangi atvinnulífs og fulltrúar neytenda ræddu þar brýnustu verkefnin framundan í landbúnaði. Þá var rætt hvar markmið samkeppnislaga og landbúnaðarins færu saman og hvar ekki, og hvaða lærdóm megi draga af þeim ólíku leiðum sem farnar hafa verið t.d. í mjólkurvinnslu og grænmetisframleiðslu. Fimmtudaginn 18. febrúar nk. mun Samkeppniseftirlitið síðan standa fyrir opnum fundi um beitingu samkeppnisreglna. Þar mun dr. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fjalla um aðkomu ESA að samkeppniseftirliti á Íslandi, þróun samkeppniseftirlits í Evrópu, auk þess sem rætt verður um sektir í samkeppnismálum og varnaðaráhrif þeirra. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Hótel og hefst kl. 9.00.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun