Lífið ekki búið við fyrsta barn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. febrúar 2016 18:00 Ragnar Hansson, leikstjóri og þriggja barna faðir, hefur marga fjöruna sopið í uppeldismálum. Hann deilir reynslu sinni með nýbökuðum og verðandi feðrum á örnámskeiðum fyrir foreldra sem hefjast í febrúar. Vísir/Ernir „Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira