Lífið ekki búið við fyrsta barn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. febrúar 2016 18:00 Ragnar Hansson, leikstjóri og þriggja barna faðir, hefur marga fjöruna sopið í uppeldismálum. Hann deilir reynslu sinni með nýbökuðum og verðandi feðrum á örnámskeiðum fyrir foreldra sem hefjast í febrúar. Vísir/Ernir „Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira