Lífið ekki búið við fyrsta barn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. febrúar 2016 18:00 Ragnar Hansson, leikstjóri og þriggja barna faðir, hefur marga fjöruna sopið í uppeldismálum. Hann deilir reynslu sinni með nýbökuðum og verðandi feðrum á örnámskeiðum fyrir foreldra sem hefjast í febrúar. Vísir/Ernir „Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira