Lífið ekki búið við fyrsta barn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. febrúar 2016 18:00 Ragnar Hansson, leikstjóri og þriggja barna faðir, hefur marga fjöruna sopið í uppeldismálum. Hann deilir reynslu sinni með nýbökuðum og verðandi feðrum á örnámskeiðum fyrir foreldra sem hefjast í febrúar. Vísir/Ernir „Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég hef ýmsa fjöruna sopið í þessum málum. Ég hef skilið, ég á þrjú börn, af báðum kynjum og hef prófað flest aldursskeiðin. Ég var meira að segja au-pair áður en ég eignaðist sjálfur börn. Það má segja að síðustu tuttugu árin hafi ég beinlínis verið að undirbúa svona námskeið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri og einn fyrirlesara á röð örnámskeiða fyrir foreldra, sem hefjast nú í febrúar. Námskeið Ragnars heitir Fokk, ég er pabbi og er eingöngu fyrir karla. „Það er oft panikk að eignast barn, bæði fyrir karla og konur. Fólk heldur að lífið sé búið. Ég vil ekki segja að karlar hafi minni áhuga á börnum en konur, þeir bara tala lítið um tilfinningar sínar. Ég set því upp eins konar saumaklúbb, deili minni reynslu og ræði við feðurna um hvað þetta þýðir og aðallega það að lífið er ekki búið þegar maður eignast barn. Ekki heldur þótt þú eignist annað barn og jafnvel ekki heldur þegar þriðja barnið kemur. Ég skal ekki segja með það fjórða en ég get staðið við hitt,“ segir Ragnar sposkur. Foreldrahlutverkinu fylgja oft áhyggjur og margar spurningar vakna. Ragnar segir heilbrigðisstarfsfólk og Tryggingastofnun ekki geta svarað þeim öllum. Hann ætli ekki að predika neitt heldur vonast hann til þess að skapa vettvang fyrir karla til að opna sig. „Það virðist vera minni stuðningur við karla en vonandi finnum við þarna bræðralag feðra. Þetta verður pabbatrúnó, þarna má spyrja að öllu og segja allt. Það veit enginn hvað gerist þarna inni, nema við sem verðum þar. Fullum trúnaði heitið.“Full þörf á örnámskeiðum Örnámskeiðin eru ein kvöldstund eða eitt skipti um helgi og eru hugmynd Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, verkefnastjóra hjá Forlaginu. Kristrún er sjálf í fæðingarorlofi og efnið því hugleikið. Hún segir nútímaforeldra ekki hafa tíma til að sytja löng námskeið. „Nútímaforeldrar eru frekar tætt og upptekið fólk en vel meinandi og þrá almennt að standa sig vel. Það er ágætis úrval af foreldrafræðslu í boði en oftast löng námskeið og almenn. Til dæmis „uppeldisnámskeið“, uppeldi er vítt hugtak og flókið fyrir upptekið fólk að skuldbinda sig til að mæta í fleiri en eitt skipti,“ útskýrir Kristrún. „Við gerum þetta í samstarfi við Eik ráðgjöf og Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10 og þar verða námskeiðin haldin. Við byrjum á þremur námskeiðum en höfum fullan hug á að bæta við.“ Fyrstu þrjú námskeiðin eru Tuðfrítt uppeldi? fimmtudaginn 11. febrúar, þar sem Hulda Snæberg Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri, fer yfir leiðir til að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu. Fokk, ég er pabbi! með Ragnari Hanssyni verður haldið fimmtudaginn 18. febrúar. Er fullkomnun feik? fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þar mun Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, uppeldisfræðingur og kennari, fara yfir leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri. Skráning fer fram á netfangið ornamskeid2016@gmail.com.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira