Innlent

Sundhöllin lokar í tvo mánuði í sumar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Útilaug Sundhallarinnar mun líklega opna sumarið 2017.
Útilaug Sundhallarinnar mun líklega opna sumarið 2017. Vísir/Daníel
Sundhöllin í Reykjavík mun loka í tvo mánuði í sumar frá 8. júní til og  með 5. ágúst vegna endurbóta á eldra húsnæði.

Framkvæmdir á Sundhöllinni hófust á vormánuðum í fyrra en til stendur að byggja 1.140 fermetra viðbyggingu auk þess að byggja útisundlaug.

Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Verklok við útisundlaug og viðbyggingu við Sundhöllina eru áætluð í maí 2017.


Tengdar fréttir

Hetjurnar í Sundhöll Reykjavíkur

Maður var hætt kominn í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Snarræði sundlaugavarða varð honum til lífs. Vaktina hefur tvívegis bjargað fólki frá drukknun á um tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×