Þrefaldur Audi sigur Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 09:49 Audi Q7 jeppinn. Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“ Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent