Ég er of óþroskaður Baldur V. Karlsson skrifar 1. febrúar 2016 00:00 Nú hafa nokkrir forsetaframbjóðendur stigið fram í dagsljósið. Hins vegar leitar hugur minn ekki til þeirra heldur til fólksins í skuggunum sem stendur heima í stofu og ber í sig kjark til að bjóða sig fram sem næsti forseti Íslands. Ef ég væri átta árum eldri og ekki svona óþroskaður myndi ég skella mér í baráttuna. Þegar ég segi óþroskaður meina ég að ég á enn eftir að þróa með mér þann hnarreista virðuleika sem þarf í forsetaembættið. Ég er ekki með grásprengt hár, nota of mörg milliorð í talmáli, gleymi stundum því sem ég ætla að segja, er klaufskur með hnífapör og finnst bjórinn helst til of góður. En þetta er allt á réttri leið. Burt séð frá þroska þá verð ég 37 ára þann 15. apríl næstkomandi og mér finnst ég hreinlega of ungur til verða forseti. Þó ég væri nógu þroskaður, sem margir á mínum aldri eru, og myndi vilja taka Ólaf Ragnar á þetta, þá væri ég kominn á eftirlaun 57 ára. Hvað ætti ég þá að gera? Nei, ég á enn eftir að sanka að mér lífsreynslu í tonnatali áður en ég svo mikið sem íhuga að hlekkja mig við Bessastaði. Margir eru að hugsa um þetta sem er hið besta mál enda tel ég það skyldu allra góðra manna og kvenna sem aldur hafa til að allavega ímynda sér að gegna þessu embætti. Ég tel að í kjölfar Vigdísar og svo Ólafs hafi forsetaembættið orðið raunverulega mikilvægt. Ég vona að við förum ekki að kjósa yfir okkur uppsprengda skrautfjöður með ekkert bein í nefinu eða hreinlega einhvern kjána. Ég vona að næsti forseti verði manneskja sem hefur hugrekki og vit á milli eyrnanna. Vit til að hugsa um hag heildarinnar og þor til að verða taumhald þingheims. Manneskjan sem ég ætla að kjósa er ekki komin fram í dagsljósið. Ég hef aldrei séð hana en ég veit hún leynist í skuggunum. Ef hún stígur ekki fram held ég að ég kjósi bara Ástþór. Hann hefur allavega reynst staðfastur í ósk sinni um Bessastaði. Og svo sjáumst við kannski bara að átta árum liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrir forsetaframbjóðendur stigið fram í dagsljósið. Hins vegar leitar hugur minn ekki til þeirra heldur til fólksins í skuggunum sem stendur heima í stofu og ber í sig kjark til að bjóða sig fram sem næsti forseti Íslands. Ef ég væri átta árum eldri og ekki svona óþroskaður myndi ég skella mér í baráttuna. Þegar ég segi óþroskaður meina ég að ég á enn eftir að þróa með mér þann hnarreista virðuleika sem þarf í forsetaembættið. Ég er ekki með grásprengt hár, nota of mörg milliorð í talmáli, gleymi stundum því sem ég ætla að segja, er klaufskur með hnífapör og finnst bjórinn helst til of góður. En þetta er allt á réttri leið. Burt séð frá þroska þá verð ég 37 ára þann 15. apríl næstkomandi og mér finnst ég hreinlega of ungur til verða forseti. Þó ég væri nógu þroskaður, sem margir á mínum aldri eru, og myndi vilja taka Ólaf Ragnar á þetta, þá væri ég kominn á eftirlaun 57 ára. Hvað ætti ég þá að gera? Nei, ég á enn eftir að sanka að mér lífsreynslu í tonnatali áður en ég svo mikið sem íhuga að hlekkja mig við Bessastaði. Margir eru að hugsa um þetta sem er hið besta mál enda tel ég það skyldu allra góðra manna og kvenna sem aldur hafa til að allavega ímynda sér að gegna þessu embætti. Ég tel að í kjölfar Vigdísar og svo Ólafs hafi forsetaembættið orðið raunverulega mikilvægt. Ég vona að við förum ekki að kjósa yfir okkur uppsprengda skrautfjöður með ekkert bein í nefinu eða hreinlega einhvern kjána. Ég vona að næsti forseti verði manneskja sem hefur hugrekki og vit á milli eyrnanna. Vit til að hugsa um hag heildarinnar og þor til að verða taumhald þingheims. Manneskjan sem ég ætla að kjósa er ekki komin fram í dagsljósið. Ég hef aldrei séð hana en ég veit hún leynist í skuggunum. Ef hún stígur ekki fram held ég að ég kjósi bara Ástþór. Hann hefur allavega reynst staðfastur í ósk sinni um Bessastaði. Og svo sjáumst við kannski bara að átta árum liðnum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar