Aston Martin Lagonda spottaður í París Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:11 Aston Martin Lagonda. Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þenna stóra lúxusbíl. Þetta verður ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bretlandi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í miðausturlöndum þar sem finná má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bílinn í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að framleiða bara 100 Lagonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metrar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrifuð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. Lagonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þenna stóra lúxusbíl. Þetta verður ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bretlandi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í miðausturlöndum þar sem finná má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bílinn í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að framleiða bara 100 Lagonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metrar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrifuð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. Lagonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent