Aston Martin Lagonda spottaður í París Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:11 Aston Martin Lagonda. Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þenna stóra lúxusbíl. Þetta verður ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bretlandi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í miðausturlöndum þar sem finná má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bílinn í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að framleiða bara 100 Lagonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metrar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrifuð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. Lagonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent
Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þenna stóra lúxusbíl. Þetta verður ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bretlandi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í miðausturlöndum þar sem finná má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bílinn í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að framleiða bara 100 Lagonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metrar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrifuð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. Lagonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent