Umbúðaruglið 1. mars 2016 07:00 Í gær fór ég í ónefnda matvörubúð að versla. Ef maður vill sniðganga allar óþarfa umbúðir og sérlega úr plasti þá er maður í vanda. Kjöt og fiskur fæst einungis í plastbökkum og þá í því magni sem hentar alls ekki einstaklingum. Hvað varð af kjötborðunum þar sem maður gat valið sér eitt kjötstykki og ákveðið auk þess hvort maður vildi fá það „bara“ í litlum plastpoka í staðinn fyrir allar þessar óþörfu umbúðir? Við kassann ofbýður mér í hvert skipti hversu margir kaupa plastpoka til að setja vörurnar í. Burtséð frá því hvað það mætti spara mikinn pening yfir árið með því að sleppa því þá eru Íslendingar að nota fleiri milljónir af plast-innkaupapokum á ári. Og plastið er hundruð ára að eyðast. Það eru til litlir og nettir fjölnotapokar sem fást meira að segja ókeypis á mörgum stöðum, til dæmis í Sorpu. Og ef menn gleyma þeim heima (ég er alltaf með slíkan í töskunni minni) þá er hægt að fá sér pappakassa í búðinni sem fer svo í bláu tunnuna. Einnig getur maður verið með góðan kassa í bílnum sínum til að raða vörunum í. En það sem mér fannst verst í þessari innkaupaferð var að sjá veitingastaðinn sem tengist búðinni. Þarna voru margir að fá sér hádegismat. Í boði var grillað svínakjöt og lyktin var vægast sagt freistandi þó að ég sé hætt að borða svínakjöt. (Það er efni í aðra grein.)Ódýrara en starfsmaður í uppvaski Afgreiðslan var þannig að allir viðskiptavinir fengu lokaðan frauðplastbakka undir þann mat sem þeir keyptu, alveg sama hvort þeir vildu borða matinn á staðnum eða taka hann með sér. Ég ímyndaði mér allt það magn af óendurvinnanlegu rusli – kannski meira en hundrað frauðplastsöskjur á hverjum degi og plasthnífapör og plastmál þar að auki. Hversu margir svartir plastpokar fara þaðan á hverjum degi í sorpið? (Ég efast um að á svona stöðum sé flokkað það sem hægt væri til endurvinnslunnar.) Tillögur mínar til að draga úr þessu eru þannig: Ekki væri mikið mál að spyrja viðskiptavinina hvort þeir vilji borða á staðnum eða taka matinn með sér. Þeir sem vilja borða á staðnum fengju pappadisk sem er miklu nettari og efnisminni en frauðplastaskja. Þegar lengra er litið þá er spurning hvort margnota diskar og hnífapör gætu komið í staðinn fyrir einnota draslið. Það þýddi að koma upp uppþvottavél og starfsmann sem vinnur við hana – atvinnuskapandi? En á meðan allt þetta einnota drasl er miklu ódýrara í innkaupum en starfsmaður í uppvaski þá komumst við ekki lengra í umhverfismálunum. Þarna stendur hnífurinn í kúnni: Hækka þyrfti verulega verðið á einnota umbúðum í innkaupum. Ég þyrfti allavega að vera nálægt því að vera hungurmorða áður en ég myndi kaupa mér mat á svona „einnota matsölustöðum“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í gær fór ég í ónefnda matvörubúð að versla. Ef maður vill sniðganga allar óþarfa umbúðir og sérlega úr plasti þá er maður í vanda. Kjöt og fiskur fæst einungis í plastbökkum og þá í því magni sem hentar alls ekki einstaklingum. Hvað varð af kjötborðunum þar sem maður gat valið sér eitt kjötstykki og ákveðið auk þess hvort maður vildi fá það „bara“ í litlum plastpoka í staðinn fyrir allar þessar óþörfu umbúðir? Við kassann ofbýður mér í hvert skipti hversu margir kaupa plastpoka til að setja vörurnar í. Burtséð frá því hvað það mætti spara mikinn pening yfir árið með því að sleppa því þá eru Íslendingar að nota fleiri milljónir af plast-innkaupapokum á ári. Og plastið er hundruð ára að eyðast. Það eru til litlir og nettir fjölnotapokar sem fást meira að segja ókeypis á mörgum stöðum, til dæmis í Sorpu. Og ef menn gleyma þeim heima (ég er alltaf með slíkan í töskunni minni) þá er hægt að fá sér pappakassa í búðinni sem fer svo í bláu tunnuna. Einnig getur maður verið með góðan kassa í bílnum sínum til að raða vörunum í. En það sem mér fannst verst í þessari innkaupaferð var að sjá veitingastaðinn sem tengist búðinni. Þarna voru margir að fá sér hádegismat. Í boði var grillað svínakjöt og lyktin var vægast sagt freistandi þó að ég sé hætt að borða svínakjöt. (Það er efni í aðra grein.)Ódýrara en starfsmaður í uppvaski Afgreiðslan var þannig að allir viðskiptavinir fengu lokaðan frauðplastbakka undir þann mat sem þeir keyptu, alveg sama hvort þeir vildu borða matinn á staðnum eða taka hann með sér. Ég ímyndaði mér allt það magn af óendurvinnanlegu rusli – kannski meira en hundrað frauðplastsöskjur á hverjum degi og plasthnífapör og plastmál þar að auki. Hversu margir svartir plastpokar fara þaðan á hverjum degi í sorpið? (Ég efast um að á svona stöðum sé flokkað það sem hægt væri til endurvinnslunnar.) Tillögur mínar til að draga úr þessu eru þannig: Ekki væri mikið mál að spyrja viðskiptavinina hvort þeir vilji borða á staðnum eða taka matinn með sér. Þeir sem vilja borða á staðnum fengju pappadisk sem er miklu nettari og efnisminni en frauðplastaskja. Þegar lengra er litið þá er spurning hvort margnota diskar og hnífapör gætu komið í staðinn fyrir einnota draslið. Það þýddi að koma upp uppþvottavél og starfsmann sem vinnur við hana – atvinnuskapandi? En á meðan allt þetta einnota drasl er miklu ódýrara í innkaupum en starfsmaður í uppvaski þá komumst við ekki lengra í umhverfismálunum. Þarna stendur hnífurinn í kúnni: Hækka þyrfti verulega verðið á einnota umbúðum í innkaupum. Ég þyrfti allavega að vera nálægt því að vera hungurmorða áður en ég myndi kaupa mér mat á svona „einnota matsölustöðum“.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar