Játningar nefndarmanns Silja Aðalsteinsdóttir skrifar 20. janúar 2016 07:00 Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar