Hversu freistandi er bílamarkaður Íran? Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 14:45 Bílaumferð í Íran. Nú þegar viðskiptaþvingunum hefur verið aflétt á Íran eru margir bílaframleiðendur sem horfa þangað enda er í því fjölmenna landi markaður fyrir sölu á yfir 1,5 milljónum bíla á ári. Í Íran búa 78,2 milljón manns. Viðræður eru hafnar hjá mörgum bílaframleiðendum við stjórnvöld í Íran og eftir um 6 mánuði munu þau hitta ráðamenn sex helstu iðnríkja heims í Vín í Austurríki vegna milliríkjaviðskipta, meðal annars um viðskipti með bíla. Ráðamenn í Íran vilja helst að bílar þeir sem seldir verða í Íran sé framleiddir þar að sem mestu leiti og því gæti verið heillavænlegast fyrir bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur þar og tryggja með því atvinnu í landinu, en það er vilji heimamanna. Íran er einnig heppilegur dreifingarstaður fyrir bíla í nágrannalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna legu landsins. Í Íran er bílafloti landsmanna orðinn æði gamall og mikil endurnýjunarþörf og þar er eldsneytisverð afar lágt. Í landinu er mikið af ungu og vel menntuðu fólki af millistétt sem eru alla jafna vænlegasti hópur bílkaupenda. Forvitnilegt verður að sjá hvaða bílaframleiðendur hasla sér fyrst völl á þessum stóra og vaxandi markaði fyrir bíla, en víst er að þar eru stór tækifæri. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Nú þegar viðskiptaþvingunum hefur verið aflétt á Íran eru margir bílaframleiðendur sem horfa þangað enda er í því fjölmenna landi markaður fyrir sölu á yfir 1,5 milljónum bíla á ári. Í Íran búa 78,2 milljón manns. Viðræður eru hafnar hjá mörgum bílaframleiðendum við stjórnvöld í Íran og eftir um 6 mánuði munu þau hitta ráðamenn sex helstu iðnríkja heims í Vín í Austurríki vegna milliríkjaviðskipta, meðal annars um viðskipti með bíla. Ráðamenn í Íran vilja helst að bílar þeir sem seldir verða í Íran sé framleiddir þar að sem mestu leiti og því gæti verið heillavænlegast fyrir bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur þar og tryggja með því atvinnu í landinu, en það er vilji heimamanna. Íran er einnig heppilegur dreifingarstaður fyrir bíla í nágrannalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna legu landsins. Í Íran er bílafloti landsmanna orðinn æði gamall og mikil endurnýjunarþörf og þar er eldsneytisverð afar lágt. Í landinu er mikið af ungu og vel menntuðu fólki af millistétt sem eru alla jafna vænlegasti hópur bílkaupenda. Forvitnilegt verður að sjá hvaða bílaframleiðendur hasla sér fyrst völl á þessum stóra og vaxandi markaði fyrir bíla, en víst er að þar eru stór tækifæri.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent