Aðalvandi Hyperloop eru landréttindi og skrifræði - ekki tæknin Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 15:02 Hyperloop háhraðalestin. Nú þegar tæknin til byggingar háhraðalestar innan í röri er kunn og gerleg er ekki þar með sagt að hægt sé auðveldlega að hefjast hans við byggingu hennar. Hyberloop Transportation Technologies hefur sótt um byggingu fyrsta 5 mílna bútsins af svona háhraðalest í Quay dalnum milli borganna Los Angeles og San Francisco og meiningin er að á endanum nái hún á milli borganna tveggja. Það hefur ekki reynst þrautalaust að fá leyfi til byggingu þessa bútar vegna eignarhalds lands og skrifræðis því sem því fylgir og því gæti þessir þættir hindrað mjög hraðri uppbyggingu þessarar byltingakenndu lestar. Allir eru mjög áhugasamir um þennan ferðamáta þar sem lestin ferðast í lofttæmi með engu viðnámi á allt að 900 km hraða í hylki, en fáir hafa gert sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem nú blasa við þeim sem standa að byggingu hennar. Svo miklar eru hindranirnar við að fá land undir byggingu þessarar Hyperloop lestar að forsvarsmenn fyrirtækisins eru við það að gefast upp og kalla til hjálpar hins opinbera við að tryggja að nægt land fáist og að það ríði ekki fyrirtækinu fjárhagslega að fullu. Annars verði ekki af byggingu hennar. Verða þeir bænheyrðir er önnur saga og kemur vonandi sem fyrst í ljós. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent
Nú þegar tæknin til byggingar háhraðalestar innan í röri er kunn og gerleg er ekki þar með sagt að hægt sé auðveldlega að hefjast hans við byggingu hennar. Hyberloop Transportation Technologies hefur sótt um byggingu fyrsta 5 mílna bútsins af svona háhraðalest í Quay dalnum milli borganna Los Angeles og San Francisco og meiningin er að á endanum nái hún á milli borganna tveggja. Það hefur ekki reynst þrautalaust að fá leyfi til byggingu þessa bútar vegna eignarhalds lands og skrifræðis því sem því fylgir og því gæti þessir þættir hindrað mjög hraðri uppbyggingu þessarar byltingakenndu lestar. Allir eru mjög áhugasamir um þennan ferðamáta þar sem lestin ferðast í lofttæmi með engu viðnámi á allt að 900 km hraða í hylki, en fáir hafa gert sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem nú blasa við þeim sem standa að byggingu hennar. Svo miklar eru hindranirnar við að fá land undir byggingu þessarar Hyperloop lestar að forsvarsmenn fyrirtækisins eru við það að gefast upp og kalla til hjálpar hins opinbera við að tryggja að nægt land fáist og að það ríði ekki fyrirtækinu fjárhagslega að fullu. Annars verði ekki af byggingu hennar. Verða þeir bænheyrðir er önnur saga og kemur vonandi sem fyrst í ljós.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent