Ford og Benz á teppi franskra yfirvalda vegna dísilmengunar Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 15:38 Ford C-Max. Það er ekki bara Renault sem kallað er á teppið hjá frönskum yfirvöldum vegna óhóflegrar mengunar dísilbíla þeirra. Ford og Mercedes Benz hafa verið kölluð til og þau verða látin svara af hverju einstaka bílgerðir þeirra menga mörgum sinnum meira en uppgefið er. Renault þurfti að mæta frönskum yfirvöldum þann 18. janúar og svara til um af hverju Renault Captur mengar 9 sinnum meira en uppgefið er og í kjölfar þess kom til innköllunar 15.800 slíkra bíla og að auki býður Renault eigendum 700.000 annarra díslilbíla að koma með þá til hugbúnaðaruppfærslu sem minnka á mengun þeirra. Ford þarf að svara fyrir Ford C-Max bíl sinn og Mercedes Benz fyrir Mercedes Benz S350 bíl sinn, en báðir menga þeir margfalt á við uppgefna mengun. Það verður gert á næstu dögum. Enginn eiginlegur svindlhugbúnaður hefur þó fundist í bílum Renault, Ford, né Mercedes Benz, svo líklega eru fyrirtækin ekki í eins slæmum málum og Volkswagen. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Það er ekki bara Renault sem kallað er á teppið hjá frönskum yfirvöldum vegna óhóflegrar mengunar dísilbíla þeirra. Ford og Mercedes Benz hafa verið kölluð til og þau verða látin svara af hverju einstaka bílgerðir þeirra menga mörgum sinnum meira en uppgefið er. Renault þurfti að mæta frönskum yfirvöldum þann 18. janúar og svara til um af hverju Renault Captur mengar 9 sinnum meira en uppgefið er og í kjölfar þess kom til innköllunar 15.800 slíkra bíla og að auki býður Renault eigendum 700.000 annarra díslilbíla að koma með þá til hugbúnaðaruppfærslu sem minnka á mengun þeirra. Ford þarf að svara fyrir Ford C-Max bíl sinn og Mercedes Benz fyrir Mercedes Benz S350 bíl sinn, en báðir menga þeir margfalt á við uppgefna mengun. Það verður gert á næstu dögum. Enginn eiginlegur svindlhugbúnaður hefur þó fundist í bílum Renault, Ford, né Mercedes Benz, svo líklega eru fyrirtækin ekki í eins slæmum málum og Volkswagen.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent