Skoðun

Skortur þeirra - Skömmin okkar!

Páll Valur Björnsson skrifar
Þann 20. janúar sl. kynnti Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, skýrslu sína um stöðu barna hér á landi.

Niðurstöðurnar eru sláandi.

Í skýrslunni kemur fram að hlutfall þeirra barna sem líða skort á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Það ár liðu 4,0% barna skort en árið 2014 var það hlutfall komið upp í 9,1%. Samkvæmt þessu líða meira en 6000 börn efnislegan skort hér á landi og af þeim þurfa tæplega 1.600 börn að þola verulegan skort. Hlutfall barna sem líða verulegan skort hefur þrefaldast frá árinu 2009 og er nú 2,4%.

Hvað finnst okkur um þetta?!

Er það ásættanlegt að í velmegunarsamfélaginu okkar skuli meira en 6000 börn lifa við skort á efnislegum gæðum og alvarlega mismunun og fara á mis við margvísleg tækifæri sem öðrum börnum bjóðast og finnst sjálfsögð?

Nei, auðvitað ekki!

Þetta er stórmál og til háborinnar skammar fyrir okkur öll og alveg sérstaklega okkur sem sitjum á Alþingi og þjóðin hefur treyst til að fara með vald og almannafé fyrir sína hönd.

Það ætti ekki að þurfa að minna íslensk stjórnvöld á það sí og æ að þau hafa skuldbundið sig til að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En því miður er það raunin.

Og það ætti enn síður að þurfa að minna íslensk stjórnvöld á að Barnasáttmálinn var m.a.s gerður að íslenskum lögum árið 2013.

Þessi mikilvægi mannréttindasamningur hefur það meginmarkmið að tryggja börnum góð og jöfn tækifæri til að njóta lífsins, ná þroska og nýta hæfileika sína.

Sýna tölur um fjölda barna á Íslandi, sem þurfa að þola skort, til að við séum að standa við þær skyldur okkar?

Nei, að sjálfsögðu ekki.

En ég er sannfærður um að íslenska þjóðin vill að íslensk stjórnvöld taki Barnasáttmálann mjög alvarlega og það sem þar segir um skyldur þeirra til forgangsraða í þágu barna. Ég veit að Íslendingar vilja alls ekki að íslensk stjórnvöld meðhöndli þennan merkilega mannréttindasamning sem marklaust plagg sem þau geyma í neðstu skúffunni í stjórnarráðinu en taka fram og blása rykið af á tyllidögum til að ganga í augun á kjósendum

 




Skoðun

Skoðun

Biskupsval

Sigfinnur Þorleifsson,Vigfús Bjarni Albertsson skrifar

Sjá meira


×