Næsta skref Þórir Guðmundsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Í síðustu viku komu hingað 35 sýrlenskir flóttamenn; sex fjölskyldur sem nú fá aðstoð hins opinbera og Rauða krossins til að aðlagast íslensku samfélagi. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra tóku á móti hópnum, sem fór inn í innréttaðar íbúðir og fær á næsta ári mikinn stuðning sveitarfélaga og Rauða krossins. Móttaka flóttafólks lýsir bæði gestrisni og mikilli skynsemi, því stuðningurinn nýtist þjóðfélaginu til langrar framtíðar í velheppnaðri aðlögun. Við sem tókum á móti fólkinu í Leifsstöð fundum vel hversu vel það kunni að meta móttökuna. Á árinu 2015 fengu 82 einstaklingar vernd á Íslandi eftir að hafa sótt um hæli hér á landi. Sumir þurftu að bíða lengi eftir þessari niðurstöðu – mörg ár – en aðrir einungis í nokkra mánuði. Þessir einstaklingar eru líka flóttamenn – þar á meðal frá Sýrlandi – en þeirra bíður ekki hið hlýja faðmlag samfélagsins sem hinir svokölluðu kvótaflóttamenn fá. Við hjá Rauða krossinum heyrum sögurnar, meðal annars í Opnu húsi fyrir innflytjendur, sem haldið er tvisvar í viku. Gleðin sem brýst út þegar jákvæð niðurstaða í hælisumsókn er tilkynnt breytist í angist þegar menn þurfa að leita sér að íverustað, finna vinnu, læra íslensku, byggja upp líf sitt eftir tilveru á flótta. Ýmsir aðilar vinna þegar á þessum akri. Reykjavíkurborg býður upp á samtal við sérfræðinga á ýmsum sviðum, Mannréttindaskrifstofa Íslands lögfræðiráðgjöf og Rauði krossinn sjálfboðaliða, sem styðja fólk með ýmsu móti. Íslenska leiðin í aðlögun flóttamanna virkar vel. Það sjáum við þegar viðtöl birtast við unga afganska konu sem kom hingað fyrir fjórum árum og talar þegar reiprennandi íslensku og situr á skólabekk í Háskóla Íslands. En takmörkum ekki íslensku leiðina þannig að sumir fái notið hennar en ekki aðrir. Næsta skref hlýtur að vera að jafna stöðu flóttafólks. Einbeitum okkur að því sem skiptir mestu máli, sem er húsnæði, vinna og tungumálið. Það skortir ekki einu sinni heildstæða stefnu. Hún þarf bara að ná yfir alla flóttamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komu hingað 35 sýrlenskir flóttamenn; sex fjölskyldur sem nú fá aðstoð hins opinbera og Rauða krossins til að aðlagast íslensku samfélagi. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra tóku á móti hópnum, sem fór inn í innréttaðar íbúðir og fær á næsta ári mikinn stuðning sveitarfélaga og Rauða krossins. Móttaka flóttafólks lýsir bæði gestrisni og mikilli skynsemi, því stuðningurinn nýtist þjóðfélaginu til langrar framtíðar í velheppnaðri aðlögun. Við sem tókum á móti fólkinu í Leifsstöð fundum vel hversu vel það kunni að meta móttökuna. Á árinu 2015 fengu 82 einstaklingar vernd á Íslandi eftir að hafa sótt um hæli hér á landi. Sumir þurftu að bíða lengi eftir þessari niðurstöðu – mörg ár – en aðrir einungis í nokkra mánuði. Þessir einstaklingar eru líka flóttamenn – þar á meðal frá Sýrlandi – en þeirra bíður ekki hið hlýja faðmlag samfélagsins sem hinir svokölluðu kvótaflóttamenn fá. Við hjá Rauða krossinum heyrum sögurnar, meðal annars í Opnu húsi fyrir innflytjendur, sem haldið er tvisvar í viku. Gleðin sem brýst út þegar jákvæð niðurstaða í hælisumsókn er tilkynnt breytist í angist þegar menn þurfa að leita sér að íverustað, finna vinnu, læra íslensku, byggja upp líf sitt eftir tilveru á flótta. Ýmsir aðilar vinna þegar á þessum akri. Reykjavíkurborg býður upp á samtal við sérfræðinga á ýmsum sviðum, Mannréttindaskrifstofa Íslands lögfræðiráðgjöf og Rauði krossinn sjálfboðaliða, sem styðja fólk með ýmsu móti. Íslenska leiðin í aðlögun flóttamanna virkar vel. Það sjáum við þegar viðtöl birtast við unga afganska konu sem kom hingað fyrir fjórum árum og talar þegar reiprennandi íslensku og situr á skólabekk í Háskóla Íslands. En takmörkum ekki íslensku leiðina þannig að sumir fái notið hennar en ekki aðrir. Næsta skref hlýtur að vera að jafna stöðu flóttafólks. Einbeitum okkur að því sem skiptir mestu máli, sem er húsnæði, vinna og tungumálið. Það skortir ekki einu sinni heildstæða stefnu. Hún þarf bara að ná yfir alla flóttamenn.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun