Villandi málflutningur Jón Árni Vignisson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ritar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 28. janúar sl. þar sem hún viðrar þá hugmynd að hálendisvirkjanir hafi styrkt laxastofninn í Þjórsá um leið og hún viðurkennir stórslysin í Soginu og Lagarfljóti – en nefnir ekki skaðleg áhrif rafstöðvanna við Brúar á Laxá í Aðaldal. Auk þess að loka gönguleiðum urriðans hafa virkjanir í Sogi valdið því að setefni og gróður hefur lagst yfir búsvæði og legustaði laxins í neðri hluta árinnar, sem nefndur er Alviðrusvæðið. Þar hefur laxveiði stórhrakað og er nú ekki nema um tíundi hluti af því sem áður var. Hið rétta er að aukin fiskgengd í Þjórsá er fyrst og fremst tilkomin vegna fiskvegarins við Búða – sem er ekki virkjunarframkvæmd heldur skaðabætur fyrir vatnsrennslistruflanir af völdum hálendisvirkjananna. Í þennan málflutning vantar að virkjanir á láglendi stórspilla lífríki og búsvæðum, gönguleiðir fiska lokast og fiskstofnar hrynja. Sú er reynsla allra annarra sem þó hafa reynt að beita sams konar „mótvægisaðgerðum“ og Landsvirkjun boðar. Svokallað umhverfismat sem var hvorki fugl né fiskur var gert án samráðs við landeigendur og hefur hvarvetna verið gagnrýnt. Það er talið ófullkomið og bent hefur verið á vanhæfni þeirra sem unnu það vegna hagsmunatengsla við Landsvirkjun. Óskandi væri að leitað hefði verið eftir aðkomu erlendra vísindamanna með sérfræðiþekkingu á áhrifum virkjana á lífríki fallvatna. Álit slíkra sérfræðinga á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár væri ólíkt áreiðanlegra en matreiðsla kynningardeildar Landsvirkjunar á eigin ágæti. Fyrirtækið hefur jafnvel gengið svo langt að láta eins og mótvægisaðgerðir á einum stað réttlæti neikvæð umhverfisáhrif annars staðar.Glapræði Fyrir landeigendur eru fyrstu skaðabæturnar vegna hálendisvirkjananna nú að koma í ljós með aukinni laxgengd ofan Búða. Það væri því glapræði að tefla þessum síðkomna ábata í tvísýnu með nýjum virkjunum sem ótvírætt myndu skaða búsvæði laxfiska og torvelda þeim gönguleiðir – einkum seiða og niðurgöngufiska á leið til sjávar – auk landspjalla og breytingar á ásýnd landsins. Um er að ræða verðmæt hlunnindi ef miðað er við markaðsverð á Íslandi í dag. Þá er bæði reiknað með beinhörðum veiðihlunnindum en líka auknum fjölda ferðamanna sem sækjast eftir fjölbreytilegri og ósnortinni náttúru sem er nú orðin sjálfstæð og arðbær auðlind. Nái virkjunaráform Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá fram að ganga mun þessi verðmætasköpun ekki koma landeigendum til góða. Þá er óhætt að fullyrða að sú leið Landsvirkjunar að ætla að gera tilraun til að eyða óvissu um áhrif virkjana með því að reisa Hvammsvirkjun og sjá svo til hvernig til tekst, gangi þvert gegn áliti eins helsta sérfræðings Bandaríkjanna í áhrifum virkjana á lífríki. Eftir að hafa kynnt sér öll helstu gögn málsins dregur Dr. Margaret Filardo niðurstöðu sína svona saman: „Tilraunir Landsvirkjunar taka ekki tillit til fyrirliggjandi upplýsinga um áhrif virkjanaframkvæmda á vatnalífríki í straumvötnum víða um heim. Væru þær upplýsingar teknar með í reikninginn væri eina rökrétta niðurstaðan sú að það væri meiri ‘vissa’ um áhrif virkjanaframkvæmda en ‘óvissa’. Þrátt fyrir boðaðar mótvægis- og eftirlitsaðgerðir mun Hvammsvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Þjórsár.“ Aðstoðarforstjórinn boðar lærdóm til framtíðar og ekki er efast um að Landsvirkjun vilji bestu verkfræðilegu lausnir. En það var einmitt varað við slíkum lausnum á Loftslagsráðstefnu SÞ í París í desember sl. Við landeigendur við Þjórsá viljum ekki leggja okkar verðmæti undir í tilraunaskyni til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort flóknar og nýstárlegar verkfræðilausnir muni virka eins og til er ætlast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ritar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 28. janúar sl. þar sem hún viðrar þá hugmynd að hálendisvirkjanir hafi styrkt laxastofninn í Þjórsá um leið og hún viðurkennir stórslysin í Soginu og Lagarfljóti – en nefnir ekki skaðleg áhrif rafstöðvanna við Brúar á Laxá í Aðaldal. Auk þess að loka gönguleiðum urriðans hafa virkjanir í Sogi valdið því að setefni og gróður hefur lagst yfir búsvæði og legustaði laxins í neðri hluta árinnar, sem nefndur er Alviðrusvæðið. Þar hefur laxveiði stórhrakað og er nú ekki nema um tíundi hluti af því sem áður var. Hið rétta er að aukin fiskgengd í Þjórsá er fyrst og fremst tilkomin vegna fiskvegarins við Búða – sem er ekki virkjunarframkvæmd heldur skaðabætur fyrir vatnsrennslistruflanir af völdum hálendisvirkjananna. Í þennan málflutning vantar að virkjanir á láglendi stórspilla lífríki og búsvæðum, gönguleiðir fiska lokast og fiskstofnar hrynja. Sú er reynsla allra annarra sem þó hafa reynt að beita sams konar „mótvægisaðgerðum“ og Landsvirkjun boðar. Svokallað umhverfismat sem var hvorki fugl né fiskur var gert án samráðs við landeigendur og hefur hvarvetna verið gagnrýnt. Það er talið ófullkomið og bent hefur verið á vanhæfni þeirra sem unnu það vegna hagsmunatengsla við Landsvirkjun. Óskandi væri að leitað hefði verið eftir aðkomu erlendra vísindamanna með sérfræðiþekkingu á áhrifum virkjana á lífríki fallvatna. Álit slíkra sérfræðinga á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár væri ólíkt áreiðanlegra en matreiðsla kynningardeildar Landsvirkjunar á eigin ágæti. Fyrirtækið hefur jafnvel gengið svo langt að láta eins og mótvægisaðgerðir á einum stað réttlæti neikvæð umhverfisáhrif annars staðar.Glapræði Fyrir landeigendur eru fyrstu skaðabæturnar vegna hálendisvirkjananna nú að koma í ljós með aukinni laxgengd ofan Búða. Það væri því glapræði að tefla þessum síðkomna ábata í tvísýnu með nýjum virkjunum sem ótvírætt myndu skaða búsvæði laxfiska og torvelda þeim gönguleiðir – einkum seiða og niðurgöngufiska á leið til sjávar – auk landspjalla og breytingar á ásýnd landsins. Um er að ræða verðmæt hlunnindi ef miðað er við markaðsverð á Íslandi í dag. Þá er bæði reiknað með beinhörðum veiðihlunnindum en líka auknum fjölda ferðamanna sem sækjast eftir fjölbreytilegri og ósnortinni náttúru sem er nú orðin sjálfstæð og arðbær auðlind. Nái virkjunaráform Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá fram að ganga mun þessi verðmætasköpun ekki koma landeigendum til góða. Þá er óhætt að fullyrða að sú leið Landsvirkjunar að ætla að gera tilraun til að eyða óvissu um áhrif virkjana með því að reisa Hvammsvirkjun og sjá svo til hvernig til tekst, gangi þvert gegn áliti eins helsta sérfræðings Bandaríkjanna í áhrifum virkjana á lífríki. Eftir að hafa kynnt sér öll helstu gögn málsins dregur Dr. Margaret Filardo niðurstöðu sína svona saman: „Tilraunir Landsvirkjunar taka ekki tillit til fyrirliggjandi upplýsinga um áhrif virkjanaframkvæmda á vatnalífríki í straumvötnum víða um heim. Væru þær upplýsingar teknar með í reikninginn væri eina rökrétta niðurstaðan sú að það væri meiri ‘vissa’ um áhrif virkjanaframkvæmda en ‘óvissa’. Þrátt fyrir boðaðar mótvægis- og eftirlitsaðgerðir mun Hvammsvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Þjórsár.“ Aðstoðarforstjórinn boðar lærdóm til framtíðar og ekki er efast um að Landsvirkjun vilji bestu verkfræðilegu lausnir. En það var einmitt varað við slíkum lausnum á Loftslagsráðstefnu SÞ í París í desember sl. Við landeigendur við Þjórsá viljum ekki leggja okkar verðmæti undir í tilraunaskyni til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort flóknar og nýstárlegar verkfræðilausnir muni virka eins og til er ætlast.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar