Villandi málflutningur Jón Árni Vignisson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ritar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 28. janúar sl. þar sem hún viðrar þá hugmynd að hálendisvirkjanir hafi styrkt laxastofninn í Þjórsá um leið og hún viðurkennir stórslysin í Soginu og Lagarfljóti – en nefnir ekki skaðleg áhrif rafstöðvanna við Brúar á Laxá í Aðaldal. Auk þess að loka gönguleiðum urriðans hafa virkjanir í Sogi valdið því að setefni og gróður hefur lagst yfir búsvæði og legustaði laxins í neðri hluta árinnar, sem nefndur er Alviðrusvæðið. Þar hefur laxveiði stórhrakað og er nú ekki nema um tíundi hluti af því sem áður var. Hið rétta er að aukin fiskgengd í Þjórsá er fyrst og fremst tilkomin vegna fiskvegarins við Búða – sem er ekki virkjunarframkvæmd heldur skaðabætur fyrir vatnsrennslistruflanir af völdum hálendisvirkjananna. Í þennan málflutning vantar að virkjanir á láglendi stórspilla lífríki og búsvæðum, gönguleiðir fiska lokast og fiskstofnar hrynja. Sú er reynsla allra annarra sem þó hafa reynt að beita sams konar „mótvægisaðgerðum“ og Landsvirkjun boðar. Svokallað umhverfismat sem var hvorki fugl né fiskur var gert án samráðs við landeigendur og hefur hvarvetna verið gagnrýnt. Það er talið ófullkomið og bent hefur verið á vanhæfni þeirra sem unnu það vegna hagsmunatengsla við Landsvirkjun. Óskandi væri að leitað hefði verið eftir aðkomu erlendra vísindamanna með sérfræðiþekkingu á áhrifum virkjana á lífríki fallvatna. Álit slíkra sérfræðinga á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár væri ólíkt áreiðanlegra en matreiðsla kynningardeildar Landsvirkjunar á eigin ágæti. Fyrirtækið hefur jafnvel gengið svo langt að láta eins og mótvægisaðgerðir á einum stað réttlæti neikvæð umhverfisáhrif annars staðar.Glapræði Fyrir landeigendur eru fyrstu skaðabæturnar vegna hálendisvirkjananna nú að koma í ljós með aukinni laxgengd ofan Búða. Það væri því glapræði að tefla þessum síðkomna ábata í tvísýnu með nýjum virkjunum sem ótvírætt myndu skaða búsvæði laxfiska og torvelda þeim gönguleiðir – einkum seiða og niðurgöngufiska á leið til sjávar – auk landspjalla og breytingar á ásýnd landsins. Um er að ræða verðmæt hlunnindi ef miðað er við markaðsverð á Íslandi í dag. Þá er bæði reiknað með beinhörðum veiðihlunnindum en líka auknum fjölda ferðamanna sem sækjast eftir fjölbreytilegri og ósnortinni náttúru sem er nú orðin sjálfstæð og arðbær auðlind. Nái virkjunaráform Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá fram að ganga mun þessi verðmætasköpun ekki koma landeigendum til góða. Þá er óhætt að fullyrða að sú leið Landsvirkjunar að ætla að gera tilraun til að eyða óvissu um áhrif virkjana með því að reisa Hvammsvirkjun og sjá svo til hvernig til tekst, gangi þvert gegn áliti eins helsta sérfræðings Bandaríkjanna í áhrifum virkjana á lífríki. Eftir að hafa kynnt sér öll helstu gögn málsins dregur Dr. Margaret Filardo niðurstöðu sína svona saman: „Tilraunir Landsvirkjunar taka ekki tillit til fyrirliggjandi upplýsinga um áhrif virkjanaframkvæmda á vatnalífríki í straumvötnum víða um heim. Væru þær upplýsingar teknar með í reikninginn væri eina rökrétta niðurstaðan sú að það væri meiri ‘vissa’ um áhrif virkjanaframkvæmda en ‘óvissa’. Þrátt fyrir boðaðar mótvægis- og eftirlitsaðgerðir mun Hvammsvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Þjórsár.“ Aðstoðarforstjórinn boðar lærdóm til framtíðar og ekki er efast um að Landsvirkjun vilji bestu verkfræðilegu lausnir. En það var einmitt varað við slíkum lausnum á Loftslagsráðstefnu SÞ í París í desember sl. Við landeigendur við Þjórsá viljum ekki leggja okkar verðmæti undir í tilraunaskyni til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort flóknar og nýstárlegar verkfræðilausnir muni virka eins og til er ætlast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ritar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 28. janúar sl. þar sem hún viðrar þá hugmynd að hálendisvirkjanir hafi styrkt laxastofninn í Þjórsá um leið og hún viðurkennir stórslysin í Soginu og Lagarfljóti – en nefnir ekki skaðleg áhrif rafstöðvanna við Brúar á Laxá í Aðaldal. Auk þess að loka gönguleiðum urriðans hafa virkjanir í Sogi valdið því að setefni og gróður hefur lagst yfir búsvæði og legustaði laxins í neðri hluta árinnar, sem nefndur er Alviðrusvæðið. Þar hefur laxveiði stórhrakað og er nú ekki nema um tíundi hluti af því sem áður var. Hið rétta er að aukin fiskgengd í Þjórsá er fyrst og fremst tilkomin vegna fiskvegarins við Búða – sem er ekki virkjunarframkvæmd heldur skaðabætur fyrir vatnsrennslistruflanir af völdum hálendisvirkjananna. Í þennan málflutning vantar að virkjanir á láglendi stórspilla lífríki og búsvæðum, gönguleiðir fiska lokast og fiskstofnar hrynja. Sú er reynsla allra annarra sem þó hafa reynt að beita sams konar „mótvægisaðgerðum“ og Landsvirkjun boðar. Svokallað umhverfismat sem var hvorki fugl né fiskur var gert án samráðs við landeigendur og hefur hvarvetna verið gagnrýnt. Það er talið ófullkomið og bent hefur verið á vanhæfni þeirra sem unnu það vegna hagsmunatengsla við Landsvirkjun. Óskandi væri að leitað hefði verið eftir aðkomu erlendra vísindamanna með sérfræðiþekkingu á áhrifum virkjana á lífríki fallvatna. Álit slíkra sérfræðinga á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár væri ólíkt áreiðanlegra en matreiðsla kynningardeildar Landsvirkjunar á eigin ágæti. Fyrirtækið hefur jafnvel gengið svo langt að láta eins og mótvægisaðgerðir á einum stað réttlæti neikvæð umhverfisáhrif annars staðar.Glapræði Fyrir landeigendur eru fyrstu skaðabæturnar vegna hálendisvirkjananna nú að koma í ljós með aukinni laxgengd ofan Búða. Það væri því glapræði að tefla þessum síðkomna ábata í tvísýnu með nýjum virkjunum sem ótvírætt myndu skaða búsvæði laxfiska og torvelda þeim gönguleiðir – einkum seiða og niðurgöngufiska á leið til sjávar – auk landspjalla og breytingar á ásýnd landsins. Um er að ræða verðmæt hlunnindi ef miðað er við markaðsverð á Íslandi í dag. Þá er bæði reiknað með beinhörðum veiðihlunnindum en líka auknum fjölda ferðamanna sem sækjast eftir fjölbreytilegri og ósnortinni náttúru sem er nú orðin sjálfstæð og arðbær auðlind. Nái virkjunaráform Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá fram að ganga mun þessi verðmætasköpun ekki koma landeigendum til góða. Þá er óhætt að fullyrða að sú leið Landsvirkjunar að ætla að gera tilraun til að eyða óvissu um áhrif virkjana með því að reisa Hvammsvirkjun og sjá svo til hvernig til tekst, gangi þvert gegn áliti eins helsta sérfræðings Bandaríkjanna í áhrifum virkjana á lífríki. Eftir að hafa kynnt sér öll helstu gögn málsins dregur Dr. Margaret Filardo niðurstöðu sína svona saman: „Tilraunir Landsvirkjunar taka ekki tillit til fyrirliggjandi upplýsinga um áhrif virkjanaframkvæmda á vatnalífríki í straumvötnum víða um heim. Væru þær upplýsingar teknar með í reikninginn væri eina rökrétta niðurstaðan sú að það væri meiri ‘vissa’ um áhrif virkjanaframkvæmda en ‘óvissa’. Þrátt fyrir boðaðar mótvægis- og eftirlitsaðgerðir mun Hvammsvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Þjórsár.“ Aðstoðarforstjórinn boðar lærdóm til framtíðar og ekki er efast um að Landsvirkjun vilji bestu verkfræðilegu lausnir. En það var einmitt varað við slíkum lausnum á Loftslagsráðstefnu SÞ í París í desember sl. Við landeigendur við Þjórsá viljum ekki leggja okkar verðmæti undir í tilraunaskyni til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort flóknar og nýstárlegar verkfræðilausnir muni virka eins og til er ætlast.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun