Mercedes-Benz aldrei selt fleiri bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 11:19 Mercedes Benz C-Class. Mercedes-Benz setti sölumet á árinu 2015 en þá seldust alls 1.871.511 bifreiðar þýska lúxusbílaframleiðandans á heimsvísu. Aldrei í sögu Mercedes-Benz hefur lúxusbílaframleiðandinn selt fleiri bíla á einu ári. Salan á síðasta ári var 13,4% hærri en árið 2014 sem þá var söluhæsta ár fyrirtækisins. Þetta var raunar fimmta árið í röð sem Mercedes-Benz sló eigið sölumet. Þá setti Mercedes-Benz auk þess sölumet í desember sl. en þá seldi lúxusbílaframleiðandinn 178.017 bifreiðar og var þetta söluhæsti desember mánuður í sögu fyrirtækisins. Mercedes-Benz fagnaði einnig þeim árangri að ná besta ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins frá september til desember en þá seldust alls 495.159 bifreiðar á heimsvísu. Hér á Íslandi hefur sala Mercedes-Benz einnig aukist og Bílaumboðið Askja, umboðsaðili þýska lúxusbílaframleiðandans, seldi alls 490 nýja Mercedes-Benz bifreiðar á árinu 2015, og þar af voru 330 skráðir Mercedes-Benz fólksbílar. Mercedes-Benz hefur undanfarin ár verið mest selda lúxusbílamerkið á Íslandi. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent
Mercedes-Benz setti sölumet á árinu 2015 en þá seldust alls 1.871.511 bifreiðar þýska lúxusbílaframleiðandans á heimsvísu. Aldrei í sögu Mercedes-Benz hefur lúxusbílaframleiðandinn selt fleiri bíla á einu ári. Salan á síðasta ári var 13,4% hærri en árið 2014 sem þá var söluhæsta ár fyrirtækisins. Þetta var raunar fimmta árið í röð sem Mercedes-Benz sló eigið sölumet. Þá setti Mercedes-Benz auk þess sölumet í desember sl. en þá seldi lúxusbílaframleiðandinn 178.017 bifreiðar og var þetta söluhæsti desember mánuður í sögu fyrirtækisins. Mercedes-Benz fagnaði einnig þeim árangri að ná besta ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins frá september til desember en þá seldust alls 495.159 bifreiðar á heimsvísu. Hér á Íslandi hefur sala Mercedes-Benz einnig aukist og Bílaumboðið Askja, umboðsaðili þýska lúxusbílaframleiðandans, seldi alls 490 nýja Mercedes-Benz bifreiðar á árinu 2015, og þar af voru 330 skráðir Mercedes-Benz fólksbílar. Mercedes-Benz hefur undanfarin ár verið mest selda lúxusbílamerkið á Íslandi.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent