Loeb nær forystunni aftur í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:02 Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu í gær. Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent