E-Golf með 30% aukið drægi Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:47 Volkswagen e-Golf. Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent
Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent