Viðskipti innlent

Aflaverðmætið jókst um 24% hjá Síldarvinnslunni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið hjá Síldarvinnslunni.
Aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið hjá Síldarvinnslunni.
Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hennar jókst um 23,8 prósent á milli áranna 2014 og 2015 en aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið og ræður þar aflaaukning uppsjávarskipa langmestu, segir í tilkynningu.

Heildaraflaverðmætið var 8.523 milljónir króna á árinu 2014 en 10.548 milljónir króna á árinu 2015. Dótturfélög Síldarvinnslunnar eru Gullberg á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS og Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum sem gerir út togarana Bergey VE og Vestmannaey VE.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×